1
Innlent

Barnaníðingur barinn á tjaldstæðinu í Fellabæ

2
Fólk

Óska eftir tilboðum í einbýli í náttúruparadís

3
Innlent

Lúxussnekkja milljarðamærings í Reykjavíkurhöfn vekur furðu

4
Innlent

Hótanir í Árbæ

5
Heimur

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria

6
Heimur

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað

7
Innlent

Þórunn sýndi trans fólki stuðning við setningu Alþingis

8
Landið

Þrjátíu metra gildra myndaðist að Fjallabaki

9
Sport

Stuðningsmenn Blackburn í skýjunum vegna Andra

10
Sport

Aron segir landsliðsferilinn vonbrigði

Til baka

Trump leyfir fiskveiðar á verndarsvæði

Segist ætla að tryggja „yfirburði Bandaríkjanna í sjávarfangi“.

Donald Trump fiskveiðar
Trump leyfir veiðarFulltrúar frá Kyrrahafinu voru viðstaddir þegar Donald Trump undirritaði forsetatilskipun sem aflétti vernd af risastóru svæði vestur af Hawaii.
Mynd: AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf á fimmtudag út tilskipun um að opna Pacific Islands Heritage Marine National Monument, eitt stærsta hafsvæði heims sem verndað hefur verið, fyrir iðnaðarveiðum. Svæðið, sem nær yfir tæplega 1,3 milljónir ferkílómetra í Kyrrahafi um 1.200 kílómetrum vestur af Hawaii, var stofnað af George W. Bush árið 2009 og stækkað verulega af Barack Obama árið 2014.

Tilskipun Trumps kveður einnig á um að viðskiptaráðuneytið dragi úr reglum sem taldar eru hamla bandarískum sjávarútvegi, fiskeldi og fiskvinnslu. Innanríkisráðuneytinu var jafnframt falið að endurskoða önnur hafverndarsvæði með það að markmiði að kanna hvort þau megi opna fyrir fiskveiðum.

„Bandaríkin ættu að vera leiðandi í sjávarútvegi í heiminum,“ sagði Trump þegar hann undirritaði tilskipunina. Forsetinn lýsti því sem „hræðilegu og heimskulegu“ að fiskimenn á Kyrrahafseyjum væru neyddir til að ferðast í allt að sjö daga til fjarlægra fiskimiða vegna friðunarsvæða.

Ákvörðun forsetans hefur mætt gagnrýni umhverfisverndarsinna sem segja að þetta muni stofna viðkvæmu vistkerfi svæðisins, þar sem finna má kóralrif, sjaldgæfar sjávarskjaldbökur og hvali, í mikla hættu.

Maxx Phillips, framkvæmdastjóri hjá Center for Biological Diversity, Miðstöð líffræðilegrar fjölbreytni, á Hawaii og Kyrrahafseyjum, sagði í samtali við New York Times þetta vera „gjöf til iðnaðarveiðiflotans og vanvirðingu gagnvart vísindum og íbúum Kyrrahafseyja sem lengi hafa kallað eftir aukinni vernd þessara heilögu hafsvæða.“

Hafsvæði með vernd á Kyrrahafi
HafsvæðiðVerndarsvæðið liggur vestur af Hawaii og er markað með fjólubláum lit. Trump vill aflétta vernd á fleiri svæðum.
Mynd: U.S. Fish & Wildlife Service
Græn skjaldbaka sjávarskjaldbaka
Græn skjaldbakaSjávarskjaldbakan er skilgreind sem tegund í hættu, meðal annars vegna þess að hún festist í netum.
Mynd: Wikipedia

Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa hins vegar hrósað ákvörðuninni og segja hana skapa mikilvæga atvinnu- og efnahagstækifæri fyrir íbúa Kyrrahafseyja og Hawaii. Aumua Amata Coleman Radewagen, fulltrúi Amerísku Samóa á Bandaríkjaþingi, þakkaði forsetanum sérstaklega fyrir ákvörðunina sem hún sagði vera lykilatriði fyrir framtíð atvinnulífs eyjanna.

Umhverfissinnar segjast ætla að höfða mál gegn ákvörðuninni. Þá segja þeir að lög um vernd tegunda í útrýmingarhættu og lög um hreint vatn myndu ekki nægja til að verja lífríki sjávar til lengri tíma.

Robert H. Richmond, fiskifræðingur við Háskólann í Hawaii, segir að verndarsvæðið virki sem banki fyrir önnur veiðisvæði sem ýti undir nýliðun fiskistofna. „Þetta eru raunverulega bankareikningar þar sem fiskarnir eru höfuðstóllinn og æxlun þeirra eru vextirnir.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Sjálfstæðismenn vilja minnismerki í stað húss
Pólitík

Sjálfstæðismenn vilja minnismerki í stað húss

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja fá minnismerki um Gunnar Gunnarsson í Gunnarsbrekku
Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria
Heimur

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria

Aron segir landsliðsferilinn vonbrigði
Sport

Aron segir landsliðsferilinn vonbrigði

„Sumarnætur á Íslandi geta verið svo kraftmiklar, bjartar og rómantískar“
Menning

„Sumarnætur á Íslandi geta verið svo kraftmiklar, bjartar og rómantískar“

Nilli vill stýra Þjóðaróperunni
Menning

Nilli vill stýra Þjóðaróperunni

Barnaníðingur barinn á tjaldstæðinu í Fellabæ
Innlent

Barnaníðingur barinn á tjaldstæðinu í Fellabæ

Þórunn sýndi trans fólki stuðning við setningu Alþingis
Innlent

Þórunn sýndi trans fólki stuðning við setningu Alþingis

Karlmaður tekinn með mikið magn af sterum
Innlent

Karlmaður tekinn með mikið magn af sterum

Þrjátíu metra gildra myndaðist að Fjallabaki
Landið

Þrjátíu metra gildra myndaðist að Fjallabaki

Lúxussnekkja milljarðamærings í Reykjavíkurhöfn vekur furðu
Myndir
Innlent

Lúxussnekkja milljarðamærings í Reykjavíkurhöfn vekur furðu

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað
Myndband
Heimur

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað

Óska eftir tilboðum í einbýli í náttúruparadís
Myndir
Fólk

Óska eftir tilboðum í einbýli í náttúruparadís

Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza
Myndband
Heimur

Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza

Heimur

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria
Heimur

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria

Fór í hjartastopp eftir að hafa innbyrgt sjó
Bátur með Gretu Thunberg um borð varð fyrir árás
Myndband
Heimur

Bátur með Gretu Thunberg um borð varð fyrir árás

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað
Myndband
Heimur

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað

Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza
Myndband
Heimur

Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza

Faðir hneig niður og lést í útför sonar síns
Heimur

Faðir hneig niður og lést í útför sonar síns

Breaking Bad leikari handtekinn fyrir stórfurðulegt brot
Heimur

Breaking Bad leikari handtekinn fyrir stórfurðulegt brot

Loka auglýsingu