1
Innlent

Barnaníðingur barinn á tjaldstæðinu í Fellabæ

2
Fólk

Óska eftir tilboðum í einbýli í náttúruparadís

3
Innlent

Lúxussnekkja milljarðamærings í Reykjavíkurhöfn vekur furðu

4
Heimur

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria

5
Innlent

Hótanir í Árbæ

6
Heimur

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað

7
Innlent

Þórunn sýndi trans fólki stuðning við setningu Alþingis

8
Landið

Þrjátíu metra gildra myndaðist að Fjallabaki

9
Sport

Stuðningsmenn Blackburn í skýjunum vegna Andra

10
Sport

Aron segir landsliðsferilinn vonbrigði

Til baka

Trump „myndi elska“ að senda bandaríska borgara í fangelsi í El Salvador

Forsetinn hefur látið senda innflytjendur í fangelsi án dóms og laga. Næstir eru bandarískir ríkisborgarar sem teljast brotamenn.

Bukele Donald Trump El Salvador
Trump og BukeleEinræðisherra miðameríkuríkisins El Salvador hefur tekið á móti brottfluttum innflytjendum og vistað í risafangelsi á forsendum þess að þeir kunni að vera meðlimir í gengjum.
Mynd: AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti bætti í dag í óvenjulegar hótanir sínar um að senda Bandaríkjamenn í erlend fangelsi og sagði að hann myndi gjarnan vilja vísa „heimaöldum“ bandarískum ríkisborgurum sem fremja ofbeldisglæpi í alræmt risafangelsi í El Salvador.

Trump ræddi hugmyndina á mánudag í viðræðum við Nayib Bukele, forseta El Salvador - sem kallar sjálfan sig „svalasta einræðisherra heims“ og hefur þegar tekið við brottfluttum innflytjendum frá Bandaríkjunum í fangelsi landsins.

Hinn 78 ára gamli Trump ítrekaði hugmyndina um að senda einnig bandaríska ríkisborgara til El Salvador og reyna þar með enn frekar á mörk grundvallarréttinda Bandaríkjamanna.

„Ég kalla þá heimaalda glæpamenn,“ sagði Trump samkvæmt brotum úr viðtali við Fox Noticias, spænskumælandi dagskrárlið, sem verður sýndur síðar í dag.

„Þeir sem ólust upp hér og eitthvað fór úrskeiðis og lemja fólk í hausinn með hafnaboltakylfu og ýta fólki fram af neðanjarðarlestarbrautarpöllum,“ bætti hann við.

„Við erum að skoða þetta og viljum gera það. Ég myndi elska að gera þetta.“

Á mánudag sagði Trump á fundi sínum með Bukele í forsetaskrifstofunni að hann hefði beðið Pam Bondi dómsmálaráðherra að kanna möguleikann á að senda Bandaríkjamenn til El Salvador.

Hinn harðhenti Bukele kom með þetta óvenjulega tilboð um að taka við föngum frá Bandaríkjunum skömmu eftir að Trump tók við embætti í annað sinn, í skiptum fyrir 6 milljóna dollara gjald.

Trump hefur þegar sent meira en 250 innflytjendur þangað, flesta samkvæmt aldagömlum lögum frá stríðstímum sem svipta þá réttlátri málsmeðferð - en hann hefur í auknum mæli farið að tala um að senda bandaríska ríkisborgara líka.

Stjórn Trumps er þegar undir þrýstingi vegna máls innflytjanda sem var fyrir mistök vísað úr landi frá Bandaríkjunum til El Salvador samkvæmt samningi við Bukele.

Bukele vísaði á mánudag á bug þeirri „fáránlegu“ hugmynd að skila manninum - Kilmar Abrego Garcia, föður sem bjó í Maryland-ríki Bandaríkjanna - aftur til Bandaríkjanna. Enda gæti hann ekki „smyglað hryðjuverkamanni“ til Bandaríkjanna.

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur skipað stjórn Trumps að greiða fyrir endurkomu hans frá hinu alræmda fangelsi Cecot eftir að Hvíta húsið sagði að honum hefði verið vísað úr landi vegna „stjórnsýslumistaka“.

Embættismenn Trumps halda því fram að hann sé ólöglegur innflytjandi og meðlimur í hinu alræmda MS-13 glæpagengi í El Salvador, þrátt fyrir að hann hafi aldrei verið dæmdur og verið með gilt landvistarleyfi.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Heimilisofbeldi eykst talsvert
Innlent

Heimilisofbeldi eykst talsvert

Mikil aukning í ofbeldi gegn börn og foreldrum
Sparkað í andlit í miðbænum
Innlent

Sparkað í andlit í miðbænum

Sjálfstæðismenn vilja minnismerki í stað húss
Pólitík

Sjálfstæðismenn vilja minnismerki í stað húss

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria
Heimur

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria

Aron segir landsliðsferilinn vonbrigði
Sport

Aron segir landsliðsferilinn vonbrigði

„Sumarnætur á Íslandi geta verið svo kraftmiklar, bjartar og rómantískar“
Menning

„Sumarnætur á Íslandi geta verið svo kraftmiklar, bjartar og rómantískar“

Nilli vill stýra Þjóðaróperunni
Menning

Nilli vill stýra Þjóðaróperunni

Barnaníðingur barinn á tjaldstæðinu í Fellabæ
Innlent

Barnaníðingur barinn á tjaldstæðinu í Fellabæ

Þórunn sýndi trans fólki stuðning við setningu Alþingis
Innlent

Þórunn sýndi trans fólki stuðning við setningu Alþingis

Karlmaður tekinn með mikið magn af sterum
Innlent

Karlmaður tekinn með mikið magn af sterum

Þrjátíu metra gildra myndaðist að Fjallabaki
Landið

Þrjátíu metra gildra myndaðist að Fjallabaki

Lúxussnekkja milljarðamærings í Reykjavíkurhöfn vekur furðu
Myndir
Innlent

Lúxussnekkja milljarðamærings í Reykjavíkurhöfn vekur furðu

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað
Myndband
Heimur

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað

Heimur

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria
Heimur

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria

Fór í hjartastopp eftir að hafa innbyrgt sjó
Bátur með Gretu Thunberg um borð varð fyrir árás
Myndband
Heimur

Bátur með Gretu Thunberg um borð varð fyrir árás

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað
Myndband
Heimur

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað

Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza
Myndband
Heimur

Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza

Faðir hneig niður og lést í útför sonar síns
Heimur

Faðir hneig niður og lést í útför sonar síns

Breaking Bad leikari handtekinn fyrir stórfurðulegt brot
Heimur

Breaking Bad leikari handtekinn fyrir stórfurðulegt brot

Loka auglýsingu