1
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

2
Fólk

Halldórshús í Mosfellsbæ sett á sölu

3
Peningar

Nítján auðmenn á Suðurlandi sem hafa það gott

4
Innlent

Egill skilur ekki Snorra Másson

5
Landið

Minnisvarði um flugslys í Glerárdal afhjúpaður á sunnudag

6
Innlent

Sigurður ræktaði kannabisplöntur í hjónaherberginu

7
Pólitík

„Munum að síðasta heimstyrjöld hófst einmitt með árás á Pólland“

8
Fólk

Össur fékk far með söngelskum rútubílstjóra

9
Peningar

Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda

10
Innlent

Þorbjörg vill ná stjórn á landamærunum

Til baka

Trump: „Sársaukinn er að koma“

Bandaríkjaforseti hótar að sprengja Írana og Húta í Jemen.

Donald Trump Bandaríkjaforseti
Donald TrumpHefur kynnt sig sem forseta friðar.
Mynd: Shutterstock

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hét því í dag að árásir á Húta í Jemen myndu halda áfram þar til þeir væru ekki lengur ógn við siglingar, og varaði uppreisnarmennina og íranska bakhjarla þeirra við „raunverulegum sársauka“ sem væri í vændum.

Hótun Trumps á samfélagsmiðlinum Truth Social kemur á sama tíma og stjórnin hans berst við hneykslismál vegna spjalls milli háttsettara bandarískra embættismanna um árásirnar á Jemen sem lak óvart til blaðamanns.

Þetta gerist einnig á sama tíma og orðræða Trumps gagnvart Teheran harðnar, en forsetinn hótar því að „það verði sprengjuárásir“ ef Íran nær ekki samkomulagi um kjarnorkuáætlun sína.

„Valið fyrir Húta er skýrt: Hættið að skjóta á bandarísk skip og við munum hætta að skjóta á ykkur. Annars erum við rétt að byrja og raunverulegi sársaukinn er að koma, bæði fyrir Húta og bakhjarla þeirra í Íran,“ sagði Trump.

„Annars erum við rétt að byrja og raunverulegi sársaukinn er að koma“
Donald Trump Bandaríkjaforseti

Trump bætti við að Hútar hefðu verið „gjöreyðilagðir“ af „miskunnarlausum“ árásum síðan 15. mars og sagði að bandarískir herir „létu höggin dynja á þá á hverjum degi — fastar og fastar.“

„Árásir okkar munu halda áfram þar til þeir eru ekki lengur ógn við siglingafrelsi,“ sagði hann á samfélagsmiðli sínum.

Undanfarna daga hefur Trump ítrekað lagt áherslu á það sem hann kallar árangur bandarískra árása á Húta í hvert skipti sem hann er spurður um svokallað „Signalgate“ hneykslismál sem hefur skekið stjórn hans.

Tímaritið The Atlantic greindi frá því í síðustu viku að ritstjóra þess hefði fyrir mistök verið bætt í spjall á hinum almennt aðgengilega Signal-smáforritinu þar sem háttsettir embættismenn ræddu árásirnar á Jemen.

Embættismennirnir, þar á meðal Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, og Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, afhjúpuðu upplýsingar um tímasetningar loftárása og aðrar leynilegar upplýsingar.

Trump hefur hafnað kröfum um að reka Waltz eða Hegseth og kallað hneykslismálið „nornarveiðar“.

„Þessu máli hefur verið lokað hér í Hvíta húsinu að því er okkur varðar,“ sagði Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, við blaðamenn í dag.

Bæði Waltz og Hegseth endurbirtu skilaboð Trumps á Truth Social um Húta.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Handtekinn grunaður um ólöglega dvöl á Íslandi
Innlent

Handtekinn grunaður um ólöglega dvöl á Íslandi

Var handtekinn og vistaður í fangaklefa
Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu
Heimur

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu

Samstöðuganga fyrir Palestínu í Reykjavík og á Akureyri
Innlent

Samstöðuganga fyrir Palestínu í Reykjavík og á Akureyri

Lék með Sacramento Kings en semur nú við Álftanes
Sport

Lék með Sacramento Kings en semur nú við Álftanes

Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda
Peningar

Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda

„Því er ekki að leyna að það er töluvert aðhald í frumvarpinu“
Pólitík

„Því er ekki að leyna að það er töluvert aðhald í frumvarpinu“

Minnisvarði um flugslys í Glerárdal afhjúpaður á sunnudag
Landið

Minnisvarði um flugslys í Glerárdal afhjúpaður á sunnudag

Segir alveg öruggt „að samfélagsmiðlarnir magna haturstjáningu“
Innlent

Segir alveg öruggt „að samfélagsmiðlarnir magna haturstjáningu“

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin
Heimur

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin

Össur fékk far með söngelskum rútubílstjóra
Fólk

Össur fékk far með söngelskum rútubílstjóra

Egill skilur ekki Snorra Másson
Innlent

Egill skilur ekki Snorra Másson

Hildur vill selja eignahlut í Landsbankanum fyrir 350 milljarða
Innlent

Hildur vill selja eignahlut í Landsbankanum fyrir 350 milljarða

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

Heimur

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu
Heimur

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu

Nefnd franskra þingmanna hefur lagt til að samfélagsmiðlar verði bannaðir hjá börnum
Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza
Myndband
Heimur

Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin
Heimur

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria
Heimur

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað
Myndband
Heimur

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað

Loka auglýsingu