1
Innlent

Dómur í morðmáli Margrétar Löf kveðinn upp á morgun

2
Innlent

Klámvenjur Íslendinga afhjúpaðar

3
Innlent

Íslendingur dæmdur fyrir að stofna lífum annarra í hættu

4
Fólk

Reffilegt glæsihús neðst í botnlanga til sölu

5
Innlent

Eldur tengir RÚV og hinsegin fólk við hryðjuverkaárásina í Ástralíu

6
Heimur

Kona dæmd fyrir að valda dauða manns á rafhlaupahjóli

7
Heimur

Nick hnakkreifst við foreldra sína í jólaveislu Conan O´Brien

8
Heimur

Sir Cliff Richard opnar sig um blöðruhálskrabbamein

9
Innlent

Kerti tendruð við Tjörnina til minningar um unga drengi sem kerfið hefur brugðist

10
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Til baka

„Trump, þú ert ógeðslegur, viðurstyggilegur, sjálfhverfur lúser, barn“

Jack White hjólar í Bandaríkjaforseta vegna ósmekklegrar færslu hans um Rob Reiner

Jack White
Jack WhiteTónlistargoðsögnin er afar ósáttur við Trump
Mynd: Photo by GREGORY SHAMUS / GETTY IMAGES VIA AFP

Nýleg færsla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem hann talaði illa um kvikmyndagerðarmanninn Rob Reiner innan við sólarhring eftir að Reiner og eiginkona hans voru myrt í heimili sínu, hefur vakið hörð viðbrögð þvert á flokka, og tónlistarmaðurinn Jack White er einn margra Bandaríkjamanna sem lýsa yfir reiði sinni.

Í færslu á Instagram á gær birti annar tveggja meðlima White Stripes skjáskot af færslu Trumps á Truth Social um Reiner og skrifaði:

„Trump, þú ert ógeðslegur, viðurstyggilegur, sjálfhverfur lúser, barn.“

Bætti hann síðan við:

„Hvorki hann né nokkur af fylgjendum hans getur réttlætt þessa viðbjóðslegu og hræðilegu móðgun í garð fallegs listamanns sem gaf heiminum svo mikið,“ hélt White áfram. „Að nota hörmulegan dauða manneskju til að ýta undir eigin hégómagirni og fasíska, einræðislega stefnu, er spillt og sjálfselskt syndaverk. Skammastu þín, Trump, og allir sem verja þetta.“

Reiner og eiginkona hans, kvikmyndaframleiðandinn Michele Singer Reiner, fundust látin með stungusár á heimili sínu í Los Angeles á sunnudaginn 14. desember. Samkvæmt Associated Press hefur 32 ára sonur þeirra, Nick, verið handtekinn. Embættismaður hjá sýslumannsembætti Los Angeles-sýslu sagði að hann hefði verið handtekinn grunaður um manndráp, að því er Reuters greinir frá.

Þó mikill fjöldi vina og aðdáenda hafi syrgt When Harry Met Sally-leikstjórann á netinu, nýtti einn einstaklingur dauða Reiners til að ráðast á hann.

„Mjög sorglegur atburður átti sér stað í Hollywood í gærkvöldi,“ skrifaði Trump á mánudag (15. desember). „Rob Reiner, kvalinn og þjakaður, en eitt sinn mjög hæfileikaríkur kvikmyndaleikstjóri og grínleikari, er látinn … að því er virðist vegna reiði sem hann vakti hjá öðrum vegna mikillar, ósveigjanlegrar og ólæknandi kvillu sem lamaði huga hans og kallast TRUMP-TRUFLUNARHEILKENNI.“

„Hann var þekktur fyrir að gera fólk BRJÁLAÐ með ofsafenginni áráttu sinni gagnvart Donald J. Trump forseta,“ hélt forsetinn áfram. „Með hið augljósa ofsóknaræði sitt í nýjum hæðum, á sama tíma og Trump-stjórnin fór fram úr öllum markmiðum og væntingum um mikilfengni, og gullöld Bandaríkjanna rann upp, kannski eins og aldrei fyrr.“

Þótt Trump sé þekktur fyrir ögrandi og eldfimar færslur virðast ummæli hans um Reiner hafa farið yfir strikið, jafnvel hjá samflokksmönnum hans. Þingkonan Marjorie Taylor Greene hafnaði orðum forsetans og skrifaði á X:

„Þetta er fjölskylduharmleikur, ekki spurning um stjórnmál eða pólitíska óvini.“

Þingmaðurinn Thomas Massie skrifaði:

„Þetta er óviðeigandi og vanvirðandi orðræða um mann sem var nýlega myrtur á hrottalegan hátt … Ég skora á hvern sem er að reyna að verja þetta.“

Jack White hefur lengi verið andsnúinn Trump-stjórninni, allt frá því að gagnrýna óleyfilega notkun Trumps á tónlist White Stripes til þess að kalla hann „einræðissegg í mótun“ eftir að Trump vann forsetakosningarnar 2024. Í ágúst gagnrýndi tónlistarmaðurinn „dónalega, gullhúðaða og smekklausa“ nýja innréttingu Hvíta hússins á öðru kjörtímabili Trumps, sem varð til þess að samskiptastjóri Hvíta hússins, Steven Cheung, kallaði White „úreldan, fyrrverandi lúser sem bullar á samfélagsmiðlum þar sem hann hefur augljóslega nægan tíma vegna stöðnunar á ferli sínum.“

https://www.instagram.com/p/DSStrmDCSH_/
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

500 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin
Peningar

500 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin

„Það vonandi léttir aðeins undir og dregur úr álagi sem oft getur fylgt þessum árstíma“
Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Margrét Löf hlaut 16 ára dóm
Innlent

Margrét Löf hlaut 16 ára dóm

Skemmtir börnum á Gaza þrátt fyrir persónulegan harm
Heimur

Skemmtir börnum á Gaza þrátt fyrir persónulegan harm

Tíu ára barn drepið í stunguárás unglings nærri Moskvu
Heimur

Tíu ára barn drepið í stunguárás unglings nærri Moskvu

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Dóra Björt komin í Samfylkinguna
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

Prís með lægsta verðið á jólakjöti
Peningar

Prís með lægsta verðið á jólakjöti

Rob og Michele rifust við Nick um heilsu hans rétt fyrir morðin
Heimur

Rob og Michele rifust við Nick um heilsu hans rétt fyrir morðin

Fótboltabækur Drápu skora hátt
Kynning

Fótboltabækur Drápu skora hátt

Kerti tendruð við Tjörnina til minningar um unga drengi sem kerfið hefur brugðist
Innlent

Kerti tendruð við Tjörnina til minningar um unga drengi sem kerfið hefur brugðist

Nick hnakkreifst við foreldra sína í jólaveislu Conan O´Brien
Heimur

Nick hnakkreifst við foreldra sína í jólaveislu Conan O´Brien

Heimur

Skemmtir börnum á Gaza þrátt fyrir persónulegan harm
Heimur

Skemmtir börnum á Gaza þrátt fyrir persónulegan harm

„Ég verð hamingjusamur þegar ég geri börn glöð“
Sir Cliff Richard opnar sig um blöðruhálskrabbamein
Heimur

Sir Cliff Richard opnar sig um blöðruhálskrabbamein

Tíu ára barn drepið í stunguárás unglings nærri Moskvu
Heimur

Tíu ára barn drepið í stunguárás unglings nærri Moskvu

„Trump, þú ert ógeðslegur, viðurstyggilegur, sjálfhverfur lúser, barn“
Heimur

„Trump, þú ert ógeðslegur, viðurstyggilegur, sjálfhverfur lúser, barn“

Rob og Michele rifust við Nick um heilsu hans rétt fyrir morðin
Heimur

Rob og Michele rifust við Nick um heilsu hans rétt fyrir morðin

Nick hnakkreifst við foreldra sína í jólaveislu Conan O´Brien
Heimur

Nick hnakkreifst við foreldra sína í jólaveislu Conan O´Brien

Loka auglýsingu