
Sigríður Björk lætur af embættiReynsluboltar vilja taka við
Mynd: Stjórnarráðið
Alls bárust fjórar umsóknir um embætti ríkislögreglustjóra sem auglýst var þann 3. desember síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út þann 18. desember.
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, skipar í embættið þegar nefnd sem falið verður að meta hæfni umsækjenda hefur lokið störfum. Skipað er í embættið til fimm ára í senn.
Umsækjendur eru eftirtaldir:
- Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur/aðstoðarsaksóknari og staðgengill lögreglustjóra.
- Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri.
- Grímur Hergeirsson, settur ríkislögreglustjóri.
- Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment