1
Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

2
Heimur

Orðrómur um andlát Trump fer eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum

3
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

4
Menning

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina

5
Innlent

Engin svör berast frá utanríkisráðherra

6
Mannlífið

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni

7
Innlent

Palestínski fáninn dreginn að húni við utanríkisráðuneytið

8
Innlent

Ökumaður stöðvaður vegna gruns um skjalafals

9
Pólitík

Björn Leví og Einar Þorsteinsson rökræddu um brandara á Facebook

10
Heimur

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“

Til baka

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni

Föðurnum var bjargað úr sjónum

Llarga ströndin í Salou
Llarga-ströndin í SalouLögreglan telur að um slys sé að ræða
Mynd: nito-Shutterstock

Tveir breskir drengir létust í gær eftir að hafa lent í vandræðum í sjónum við Salou á Spáni. Föður þeirra var bjargað frá drukknun.

Yfirvöld staðfestu að bræðurnir, 11 og 13 ára gamlir, hefðu drukknað á Llarga-ströndinni í Salou, Tarragona. Samkvæmt spænskum yfirvöldum var faðir þeirra dreginn lifandi úr sjónum. Lögregla telur að um slys hafi verið að ræða og málið sé ekki rannsakað sem sakamál.

„Tveir bræður, breskir ríkisborgarar á aldrinum 11 og 13 ára, drukknuðu í kvöld á Llarga-strönd í Salou (Tarragona),“ sagði í tilkynningu frá Civil Protection í Katalóníu. „Faðir drengjanna, sem einnig fór í sjóinn, var bjargað.“

Faðirinn reyndi örvæntingarfullur að bjarga sonum sínum og þurfti sjálfur að fá aðstoð eftir að hafa nánast drukknað. Þegar sjúkralið kom á vettvang voru báðir drengir í hjartastoppi. Til aðstoðar komu sjö viðbragðaðilar frá bráðalæknisþjónustunni SEM, lögreglunni í Salou, katalónska lögreglan og slökkviliðið.

Sálfræðingar frá SEM veittu fjölskyldunni stuðning eftir harmleikinn. Samkvæmt upplýsingum Civil Protection höfðu strandverðir lokið störfum á ströndinni þegar slysið átti sér stað.

Atvikið á Costa Dorada-dvalarstaðnum varð síðdegis í gær og viðvörun barst rétt fyrir klukkan 21:00. Breska fjölskyldan mun hafa verið í sumarleyfi á hóteli í nágrenninu.

Eftir slysið minntu yfirvöld á hættur sjósunds. „Þetta eru dauðsföll númer 15 og 16 á ströndum Katalóníu frá því sumartímabilið hófst 15. júní,“ sagði talsmaður Civil Protection. „Þessi tala er nú þegar fimm fleiri en á sama tíma í fyrra, þegar dauðsföllin voru ellefu.“

Civil Protection hvetur almenning til að sýna mikla aðgát við sund í sjó, sundlaugum og á vötnum í sumar. Ef fólk verður vart við einhvern í vandræðum í vatni ber tafarlaust að tilkynna það sundvörðum eða hringja í 112.

Talsmaðurinn sagði að gul fánamerki hefðu verið uppi á sumum ströndum svæðisins yfir daginn. Rauður fáni þýðir að sund sé bannað, en gulur fáni að fólk skuli sýna sérstaka varkárni. Hann kvaðst ekki hafa upplýsingar um hvort fleiri ættingjar hefðu verið á ströndinni með bræðrunum og að yfirvöld myndu ekki gefa upp nöfn þeirra.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Bæjarhátíðin Í túninu heima stendur með miklum blóma í Mosfellsbæ
Mannlífið

Bæjarhátíðin Í túninu heima stendur með miklum blóma í Mosfellsbæ

Gestum boðið upp á glæsilega afmælistertu
Orðrómur um andlát Trump fer eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum
Heimur

Orðrómur um andlát Trump fer eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum

Björn Leví og Einar Þorsteinsson rökræddu um brandara á Facebook
Pólitík

Björn Leví og Einar Þorsteinsson rökræddu um brandara á Facebook

Palestínski fáninn dreginn að húni við utanríkisráðuneytið
Myndir
Innlent

Palestínski fáninn dreginn að húni við utanríkisráðuneytið

Ökumaður stöðvaður vegna gruns um skjalafals
Innlent

Ökumaður stöðvaður vegna gruns um skjalafals

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina
Menning

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt
Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

Engin svör berast frá utanríkisráðherra
Innlent

Engin svör berast frá utanríkisráðherra

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“
Heimur

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu
Heimur

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni
Mannlífið

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“
Innlent

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“

Heimur

Orðrómur um andlát Trump fer eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum
Heimur

Orðrómur um andlát Trump fer eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum

„Ég er fullviss um að forseti Bandaríkjanna sé í góðu formi, muni ljúka kjörtímabilinu og gera frábæra hluti fyrir bandarísku þjóðina.“
Blaðaljósmyndari segir skilið við Reuters vegna „áróðurs fyrir Ísrael“
Heimur

Blaðaljósmyndari segir skilið við Reuters vegna „áróðurs fyrir Ísrael“

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“
Heimur

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu
Heimur

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu
Heimur

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu

Pauly Shore greindist með æxli í brisi
Myndband
Heimur

Pauly Shore greindist með æxli í brisi

Loka auglýsingu