1
Fólk

Selja glæsihýsi við sjávarsíðuna

2
Menning

Hvernig fannst þér Áramótaskaupið?

3
Innlent

Maðurinn sem kærði sjálfan sig

4
Heimur

Flugi snúið aftur til Tenerife vegna leysibendis

5
Fólk

Sonur Auðar fékk frábæra sárabót frá Pétri Marteinssyni

6
Heimur

Dæmd í 13 ára fangelsi fyrir að misnota barnungan nemanda sinn

7
Heimur

Ljósmynd náðist af upphafi brunans í Sviss

8
Innlent

Kona á Hvolsvelli látin eftir slys

9
Heimur

Einn umdeildasti listamaður Spánar er látinn

10
Fólk

Yfirbakari selur í Árbænum

Til baka

Ungar konur dæmdar fyrir líkamsárásir

Skemmdu einnig Iphone 14 pro og úlpu

Mjóddin
Árásin átti sér stað í MjóddinniElsta brotið átti sér stað snemma árið 2023.
Mynd: Steinninn/Wikipedia

Tvær ungar konur voru dæmdar í fangelsi meðal annars fyrir líkamsárásir seint á síðasta ári en málið var rekið í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Konurnar tvær voru ákærðar fyrir líkamsárás í félagi við þekkta ósakhæfa aðila, innandyra á göngugötu í Mjóddinni við í Reykjavík, veist með ofbeldi að konu, þar sem önnur tók hana niður í jörðina, tók um höfuð hennar og andlit og hélt henni niðri, meðan hin lamdi brotaþola í höfuð með krepptum hnefa og kýldi og sparkaði ítrekað í búk hennar. Önnur hindraði för brotaþola með því að toga í úlpu hennar og draga hana niður í jörðina þar sem hún sparkaði í búk brotaþola og hin sparkaði í bak brotaþola, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut marga yfirborðsáverka á höfði og marga yfirborðsáverka á efri útlimunum.

Þá voru þær einnig ákærðar fyrir að hafa valdið skemmdum á Iphone 14 pro, að verðmæti 144.990 kr. og á fatnaði að verðmæti 18.990 kr.

Önnur þeirra var einnig ákærð fyrir tvær aðrar árásir. Þá var hún sögð hafa veist með ofbeldi að konu og slegið hana tvívegis með flötum lófa í andlit og ítrekað með krepptum hnefa í andlit, með þeim afleiðingum að hún hlaut vægt hak og innkýlingu á vinstra nefbeini og væga sveigju á nefi til vinstri. Gerðist þetta í strætisvagni. Þá var hún einnig ákærð fyrir að veist með ofbeldi að konu, og sparkað tvisvar í bak brotaþola og einu sinni aftan á háls hennar en brotaþoli lá á jörðinni, með þeim afleiðingum að hún hlaut marga yfirborðsáverka á höfði, tognun og mar á olnboga og brjóstkassa, tognun á baki og yfirborðsáverka á hálsi.

Þær játuðu brot sín. Sérstaklega er tekið fram í dómnum að konurnar séu ungar og eru þær ekki nafngreindar.

Önnur var dæmd í tveggja mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára en refsingu hinnar var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þurfa þær að greiða einum brotaþola sínum samtals 800 þúsund krónur.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ísrael bannar starfsemi tugi alþjóðlegra hjálparsamtaka á Gaza
Heimur

Ísrael bannar starfsemi tugi alþjóðlegra hjálparsamtaka á Gaza

„Heilbrigðiskerfi Palestínumanna er í rúst, mikilvæg innviði eyðilagðir og fólk á í erfiðleikum með að uppfylla grunnþarfir. Fólk þarf meiri þjónustu, ekki minni“
Kona á Hvolsvelli látin eftir slys
Innlent

Kona á Hvolsvelli látin eftir slys

Atli Þór gefur út aðra plötu í skugga heilaæxlis
Myndir
Menning

Atli Þór gefur út aðra plötu í skugga heilaæxlis

Ljósmynd náðist af upphafi brunans í Sviss
Heimur

Ljósmynd náðist af upphafi brunans í Sviss

Yfirbakari selur í Árbænum
Myndir
Fólk

Yfirbakari selur í Árbænum

„Blaðamennskan nálgast dauðahrygluna“
Innlent

„Blaðamennskan nálgast dauðahrygluna“

Sonur Auðar fékk frábæra sárabót frá Pétri Marteinssyni
Fólk

Sonur Auðar fékk frábæra sárabót frá Pétri Marteinssyni

Flugi snúið aftur til Tenerife vegna leysibendis
Heimur

Flugi snúið aftur til Tenerife vegna leysibendis

Laufey og Ásgeir Sigurvinsson meðal fálkaorðuhafa
Fólk

Laufey og Ásgeir Sigurvinsson meðal fálkaorðuhafa

Dæmd í 13 ára fangelsi fyrir að misnota barnungan nemanda sinn
Heimur

Dæmd í 13 ára fangelsi fyrir að misnota barnungan nemanda sinn

Innlent

Kona á Hvolsvelli látin eftir slys
Innlent

Kona á Hvolsvelli látin eftir slys

Ekið var yfir konuna á bílaplani
Glæpir, harmleikir og kaupmáli í brennideplinum á árinu
Innlent

Glæpir, harmleikir og kaupmáli í brennideplinum á árinu

Ungar konur dæmdar fyrir líkamsárásir
Innlent

Ungar konur dæmdar fyrir líkamsárásir

„Blaðamennskan nálgast dauðahrygluna“
Innlent

„Blaðamennskan nálgast dauðahrygluna“

Maðurinn sem kærði sjálfan sig
Innlent

Maðurinn sem kærði sjálfan sig

Loka auglýsingu