
Í færslu á Twitter sakar ungliðahreyfing Miðflokksins fjölmiðla um lygar en hreyfingin gerir þar athugasemd við fjöldatölur á mótmælum Tommy Robinson í London.
Sátt virðist ríkja hjá flestum fjölmiðlum, bæði á Íslands og erlendis, um að yfir 100 þúsund manns hafi mætt á mótmælin en sú tala hafi ekki farið yfir 150 þúsund. Tommy Robinson hefur haldið því fram að um það bil 3 milljónir manns hafi mætt á mótmælin sem fóru fram 13. september.
Skipuleggjendur mótmælanna hafa verið sakaðir um að ýta undir kynþáttahatur og hefur Robinson verið margdæmdur fyrir ýmiss konar glæpi í gegnum árin. Ráðist var á tugi lögregluþjóna á meðal mótmælunum stóð yfir.
Ekki er gefin upp ástæða af hverju unglingahreyfingin efast um tölur fjölmiðla en hún birti loftmynd af Pride hátíðinni í Reykjavík til samanburðar við mótmælin í London.
Rithöfundurinn Andri Snær Magnason svarar færslunni og biður unglingahreyfinguna að vera ekki fávitar.
80þ manns á Pride í Reykjavík vs. 110-150þ manns í Lundúnum að mótmæla stjórnleysi í útlendingamálum.
— Ungir Miðflokksmenn (@ungirxm) September 15, 2025
Fjölmiðlar ljúga. pic.twitter.com/pazim4e7ZI
Komment