1
Heimur

Varalesari veit hvað Andrés sagði við Vilhjálm prins

2
Menning

Salka Sól er úr gulli gerð

3
Minning

Stefán G. Jónsson er látinn

4
Menning

Valur segir Leonard Cohen hafa séð fyrir endalok Bandaríkjanna

5
Fólk

Höllin á Sjafnargötu sett á sölu

6
Pólitík

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn

7
Innlent

Lögreglan á Vestfjörðum gagnrýnd fyrir gervigreindarmynd

8
Heimur

Rússar hvetja Bandaríkjamenn til þess að verja tjáningarfrelsið

9
Heimur

Meintur höfuðpaur í hryðjuverkaárásinni í París 1982 handtekinn

10
Innlent

Lögreglan leitar manns vegna rannsóknar

Til baka

Valur segir Leonard Cohen hafa séð fyrir endalok Bandaríkjanna

„Þetta hljómaði hálf-klikkað árið 2012 en virðist nú vera að raungerast“

Valur og Regnúlpurnar
Valur og RegnúlpurnarTónleikarnir fara fram í Tjarnarbíói næstkomandi sunnudag
Mynd: Art Bicnick

Næstkomandi sunnudag klukkan 20:00 verða haldnir tónleikar í Tjarnarbíói, þar sem Valur og Regnúlpurnar flytja lög kanadíska söngvaskáldsins Leonard Cohen á íslensku. Hljómsveitina skipa Valur Gunnarsson, Egill Viðarsson, Elvar Geir Sævarsson og Loftur Sigurður Loftsson.

Leonard Cohen
Leonard CohenSnillingurinn lést árið 2016
Mynd: FABRICE COFFRINI / AFP

Valur Gunnarsson, blaða- og tónlistarmaður, er téður Valur en hann hefur lengi verið aðdáandi Cohens. Mannlíf ræddi við hann um tónleikana.

Segðu mér frá tónleikunum sem þú munt halda á sunnudaginn

„Farið verður yfir lífshlaup Leonard Cohen í stórum dráttum, allt frá því hann yfirgaf Montreal árið 1966 og þar til hann gekk í klaustur árið 1994. Þegar hann flutti til New York þótti hann hálf skrýtinn, miðaldra kanadískt ljóðskáld sem vildi verða poppstjarna. En Lou Reed hafði lesið bækur hans og tók honum fagnandi og kynnti hann fyrir senunni, Andy Warhol og hinni þýsku Nico, sem hann varð bálskotinn í og samdi mörg lög um en sú var gefinn fyrir yngri menn, meðal annars Dylan. Svo verður haldið með honum út í eyðimörkina og alla leið til Íslands og loks í klaustur. Inn á milli verða flutt lög eftir hann á íslensku, sem hann reyndar sjálfur veitti blessun fyrir meðan hann var enn í klaustrinu.“

Þú sagðir mér að Cohen hefði verið sá eini sem hefði vitað hvað endalok kalda stríðsins þýddi og að hann hafi spáð fyrir um endalok Bandaríkjanna, geturðu útskýrt það betur?

„Skömmu eftir fall múrsins, þegar allir bjuggust við betri tíð og jafnvel endalokum sögunnar, sá Cohen að nú væri allt að gliðna í sundur. Sjálfur hafði hann leitað eftir strúktur í eigin lífi sem hann fann loks í klaustrinu, en þegar tvípólakerfi kalda stríðsins leið undir lok sá hann að fjandinn var laus. Hann sendi frá sér spádómsplötuna The Future, þar sem segir meðal annars: „I have seen the Future brother, it is murder.“ Morðingjar á háum stöðum fara með bænir en særa fram storminn, segir á öðrum stað. Þetta hefði til dæmis vel getað átt við innrásina í Írak, sem ég held að hafi verið nokkurs konar erfðasynd 21. aldar og við erum enn að fást við afleiðingarnar af. Síðar sagði hann í ljóði: „And one more thing, you won‘t like what comes after America.“ Þetta hljómaði hálf-klikkað árið 2012 en virðist nú vera að raungerast. Og afleiðingarnar verða ekki endilega góðar.“

Hvað mega gestir eiga von á á sunnudaginn?

„Nokkrum góðum stundum áður en allt hrynur.“

Hér má nálgast miða á tónleikana.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Frakki hlaut sjötta Ólympíugullið 15 árum eftir mótið
Sport

Frakki hlaut sjötta Ólympíugullið 15 árum eftir mótið

Meintur höfuðpaur í hryðjuverkaárásinni í París 1982 handtekinn
Heimur

Meintur höfuðpaur í hryðjuverkaárásinni í París 1982 handtekinn

Lögreglan á Vestfjörðum gagnrýnd fyrir gervigreindarmynd
Innlent

Lögreglan á Vestfjörðum gagnrýnd fyrir gervigreindarmynd

Stefán G. Jónsson er látinn
Minning

Stefán G. Jónsson er látinn

Varalesari veit hvað Andrés sagði við Vilhjálm prins
Myndband
Heimur

Varalesari veit hvað Andrés sagði við Vilhjálm prins

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn
Pólitík

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn

Lögreglan leitar manns vegna rannsóknar
Innlent

Lögreglan leitar manns vegna rannsóknar

Rússar hvetja Bandaríkjamenn til þess að verja tjáningarfrelsið
Heimur

Rússar hvetja Bandaríkjamenn til þess að verja tjáningarfrelsið

Höllin á Sjafnargötu sett á sölu
Myndir
Fólk

Höllin á Sjafnargötu sett á sölu

Salka Sól er úr gulli gerð
Menning

Salka Sól er úr gulli gerð

Frelsið er yndislegt - Að vera þingmaður 12. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Frelsið er yndislegt - Að vera þingmaður 12. kafli

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma
Pólitík

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma

Menning

Valur segir Leonard Cohen hafa séð fyrir endalok Bandaríkjanna
Menning

Valur segir Leonard Cohen hafa séð fyrir endalok Bandaríkjanna

„Þetta hljómaði hálf-klikkað árið 2012 en virðist nú vera að raungerast“
„Sumarnætur á Íslandi geta verið svo kraftmiklar, bjartar og rómantískar“
Menning

„Sumarnætur á Íslandi geta verið svo kraftmiklar, bjartar og rómantískar“

Salka Sól er úr gulli gerð
Menning

Salka Sól er úr gulli gerð

Gugga Lísa kveður móður sína
Myndband
Menning

Gugga Lísa kveður móður sína

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni
Menning

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni

Eitt af blómum Páls Óskars
Menning

Eitt af blómum Páls Óskars

Loka auglýsingu