Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum víðs vegar um borgina í dag.
Meðal annars var óskað eftir aðstoð lögreglu í fjölbýlishúsi í miðbæ Reykjavíkur vegna manns sem var í annarlegu ástandi vegna ölvunar. Í ljós kom að maðurinn hafði villst og farið inn í rangt hús, en honum var í kjölfarið fylgt heim til sín.
Einnig var lögregla kölluð til í miðbænum þar sem óskað var eftir aðstoð við að vísa tveimur mönnum út úr húsnæði á vegum félagsþjónustu Reykjavíkurborgar.
Í hverfi 108 varð umferðaróhapp þegar ökumaður ók á kyrrstæða lögreglubifreið. Við nánari athugun kom í ljós að ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum. Þá var brotist inn í íbúð í fjölbýlishúsi í hverfi 104 og málið er í rannsókn.
Annar ökumaður, sem einnig hafði verið sviptur ökuréttindum vegna fyrri brota, var stöðvaður í Hafnarfirði. Í Hafnarfirði varð einnig umferðaróhapp sem reyndist slysalaust.
Ungur ökumaður stöðvaður í Breiðholti sem hafði ekki náð lögbundnum aldri til að öðlast ökuréttindi. Þá var lögregla kölluð til verslunar þar sem óskað var eftir aðstoð við að vísa konu út, en hún var í annarlegu ástandi vegna áfengisneyslu en ekki var greint frá því hvar það gerðist.


Komment