1
Peningar

Annþór stofnar fyrirtæki

2
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

3
Innlent

Neyðarboð barst frá strætisvagni

4
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

5
Fólk

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu

6
Heimur

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði

7
Heimur

Búðarþjófur beindi byssu að lögregluþjóni

8
Innlent

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund

9
Heimur

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið

10
Heimur

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife

Til baka

Ráðherra veitir 150 milljón króna viðbótarframlagi til starfsemi UNRWA

Utanríkisráðherra segir ástandið á Gaza hryllilegt og hefur ákveðið að veita 150 milljóna króna viðbótarkjarnaframlag til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs

Þorgerður Katrín á viðburði Riddara Kærleikans
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherraVeitir 150 milljóna króna viðbótarkjarnaframlag til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna
Mynd: Víkingur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 150 milljóna króna viðbótarkjarnaframlag til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs.

Martin S Eyjólfsson

Það var Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, sem tilkynnti um framlagið á ársfundi ráðgjafaráðs UNRWA (Advisory Commission) sem haldinn var á fjarfundarformi í gær.

Hefur einnig verið ákveðið að veita 30 milljóna króna viðbótarframlag til svæðissjóðs Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) fyrir Palestínu (OCHA oPt).

Þorgerður Katrín segir að það sé skylda þjóða heimsins að leggja sitt af mörkum til að reyna allt hvað þær geta til að lina þjáningar íbúa á Gaza, er hafa þurft að upplifa algjöran hrylling, hungursneyð og „horfa nú fram á hræðilegan skort.“

Gaza

Hún bætir því við að „stuðningur við þá grunnþjónustu sem UNRWA veitir Palestínuflóttamönnum á Gaza og Vesturbakkanum og í nágrannaríkjunum; Jórdaníu, Sýrlandi og Líbanon, er lykilþáttur í að viðhalda eins miklum stöðugleika og mögulegt er í þessum hörmulegu aðstæðum“ og segir Þorgerður Katrín ástandið vera þyngra en tárum taki og að “alþjóðasamfélagið verði að bregðast við.”

Ísland hefur ekki áður átt aðild að ráðgjafaráði UNRWA. Landið fékk að þessu sinni sérstakt boð um að sækja fund þess í ljósi þeirra aðstæðna er ríkja í Mið-Austurlöndum, og einnig á grundvelli þess að hafa um langt árabil verið stuðningsríki stofnunarinnar.

UNRWA þiggur umboð sitt frá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og hefur þorri aðildarríkjanna mótmælt banni ísraelskra stjórnvalda við starfsemi UNRWA á Gaza, þar á meðal Ísland.

Segir Þorgerður Katrín að „vegna þess neyðarástands sem skapast hefur á Gaza hafa íslensk stjórnvöld hækkað framlög sín til neyðaraðstoðar á grundvelli mannúðarsjónarmiða” en frá árinu 2023 hafa kjarnaframlög til UNRWA numið yfir 250 milljónum króna „en á þessu ári eru framlögin nú þegar orðin 260 milljónir króna, segir Þorgerður Katrín.

Hún bendir einnig á að auk UNRWA hefur Ísland styrkt Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP), svæðasjóð OCHA fyrir Palestínu, Rauða hálfmánann á Gaza gegnum Rauða krossinn á Íslandi, og UNESCO.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum
Innlent

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum

Grzegorz Kozlowski játaði brot sitt skýlaust og viðurkenndi bótaskyldu.
Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar
Heimur

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife
Heimur

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin
Landið

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann
Innlent

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið
Heimur

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin
Landið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði
Heimur

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund
Innlent

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu
Myndir
Fólk

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu

Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Gefur lítið fyrir frammistöðu formanns Sjálfstæðisflokksins
Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Dóra Björt komin í Samfylkinguna
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Loka auglýsingu