1
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

2
Minning

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá

3
Innlent

Drukkin börn við grunnskóla

4
Innlent

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu

5
Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti

6
Innlent

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins

7
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

8
Innlent

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra

9
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

10
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

Til baka

Ráðherra veitir 150 milljón króna viðbótarframlagi til starfsemi UNRWA

Utanríkisráðherra segir ástandið á Gaza hryllilegt og hefur ákveðið að veita 150 milljóna króna viðbótarkjarnaframlag til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs

Þorgerður Katrín á viðburði Riddara Kærleikans
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherraVeitir 150 milljóna króna viðbótarkjarnaframlag til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna
Mynd: Víkingur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 150 milljóna króna viðbótarkjarnaframlag til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs.

Martin S Eyjólfsson

Það var Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, sem tilkynnti um framlagið á ársfundi ráðgjafaráðs UNRWA (Advisory Commission) sem haldinn var á fjarfundarformi í gær.

Hefur einnig verið ákveðið að veita 30 milljóna króna viðbótarframlag til svæðissjóðs Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) fyrir Palestínu (OCHA oPt).

Þorgerður Katrín segir að það sé skylda þjóða heimsins að leggja sitt af mörkum til að reyna allt hvað þær geta til að lina þjáningar íbúa á Gaza, er hafa þurft að upplifa algjöran hrylling, hungursneyð og „horfa nú fram á hræðilegan skort.“

Gaza

Hún bætir því við að „stuðningur við þá grunnþjónustu sem UNRWA veitir Palestínuflóttamönnum á Gaza og Vesturbakkanum og í nágrannaríkjunum; Jórdaníu, Sýrlandi og Líbanon, er lykilþáttur í að viðhalda eins miklum stöðugleika og mögulegt er í þessum hörmulegu aðstæðum“ og segir Þorgerður Katrín ástandið vera þyngra en tárum taki og að “alþjóðasamfélagið verði að bregðast við.”

Ísland hefur ekki áður átt aðild að ráðgjafaráði UNRWA. Landið fékk að þessu sinni sérstakt boð um að sækja fund þess í ljósi þeirra aðstæðna er ríkja í Mið-Austurlöndum, og einnig á grundvelli þess að hafa um langt árabil verið stuðningsríki stofnunarinnar.

UNRWA þiggur umboð sitt frá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og hefur þorri aðildarríkjanna mótmælt banni ísraelskra stjórnvalda við starfsemi UNRWA á Gaza, þar á meðal Ísland.

Segir Þorgerður Katrín að „vegna þess neyðarástands sem skapast hefur á Gaza hafa íslensk stjórnvöld hækkað framlög sín til neyðaraðstoðar á grundvelli mannúðarsjónarmiða” en frá árinu 2023 hafa kjarnaframlög til UNRWA numið yfir 250 milljónum króna „en á þessu ári eru framlögin nú þegar orðin 260 milljónir króna, segir Þorgerður Katrín.

Hún bendir einnig á að auk UNRWA hefur Ísland styrkt Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP), svæðasjóð OCHA fyrir Palestínu, Rauða hálfmánann á Gaza gegnum Rauða krossinn á Íslandi, og UNESCO.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg
Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg

Sýnir að Netanyahu hefur engan áhuga á vopnahléi, segir ísraelskur dálkahöfundur
Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann
Menning

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann

Prís mun ódýrara ári eftir opnun
Peningar

Prís mun ódýrara ári eftir opnun

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

Atli Vikar er fundinn heill á húfi
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk
Innlent

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu
Menning

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu

Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

„Þessir flokkar hafa samfleytt ráðið yfir menntamálum síðan 2013, þar til núverandi ríkisstjórn tók við í desember“
Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni
Pólitík

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Loka auglýsingu