
Stefán Pálsson vill stilla væntingum Íslendinga gagnvart EM í handbolta í botn.
Evrópumót karla í handbolta er hafið en „strákarnir okkar“ keppa sinn fyrsta leik klukkan 17:00 í dag, þegar þeir mæta Ítölum. Íslendingar hafa oft fallið í þá gryfju að stilla væntingar sínar of hátt þegar landar þeirra keppa á erlendri grundu og vilja sumir meina að betra sé að tóna niður væntingarnar. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson er þó ekki einn af þeim.
Í Facebook-færslu sem Stefán birti í dag segir hann einhverja Facebook-vina hans hvetja til „hófstilltra væntinga“ fyrir EM en telur það misskilning. Ástæðuna segir hann vera þá að þegar stórmót er haldið í hinum kalda og dimma janúar, sé best að stilla væntingum í efstu hæðir. Hér má lesa hina spaugilegu færslu sagnfræðingins.
„Ég sé að einhverjir FB-vinir eru að reyna að hvetja til hófstilltra væntinga fyrir þetta handboltamót. Það er fullkominn misskilningur. Snilldin við stórmót í handbolta í janúar er einmitt sú að þá er ekkert annað við að vera og allt er kalt og dimmt. Það að skrúfa væntingarnar upp í hæstu hæðir er nákvæmlega jafn nauðsynlegt og ákveða fyrir Júróvisjón að líklega munum við vinna og hafa áhyggjur af því hvort Laugardalshöllin sé nógu stór. - Við erum sem sagt að fara að taka gullið!“

Komment