
Viggó var tekinn nærri Olís í NorðlingaholtiFyrst dæmdur árið 2006
Mynd: Google Maps
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Viggó Sigurðsson í óskilorðsbundið fimm mánaða fangelsi en dómur þess efnis var birtur á vef dómstólsins í dag.
Þar segir að Viggó hafi verið stöðvaður af lögreglunni þegar hann keyrði um Norðlingabraut við Olís í Norðlingaholti. Viggó hafði hins vegar verið sviptur ökurétti og mátti því ekki aka bílnum. Brotasaga hans er rakin í dómnum en þar stendur að þetta sé í sjöunda skipti sem hann brýtur umferðarlög en hann gerði það fyrst árið 2006 og fékk dóm í Héraðsdómi Reykjaness vegna þess en síðast var hann dæmdur fyrir umferðarlagabrot í nóvember 2024.
Viggó játaði brot sitt en samkvæmt dómnum leiddi engan sakarkostnað af meðferð málsins.
Komment