
Vilhjálmur Rafnsson, læknir og prófessor emiritus, er látinn en mbl.is greinir frá andláti hans. Hann var 79 ára gamall.
Vilhjálmur fæddist í Reykjavík árið 1945 og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1966 og hélt þaðan í Háskóla Íslands í læknisfræði. Hann hélt svo til Svíþjóðar í framhaldsnám þar sem hann lauk árið 1981.
Hann starfaði bæði á Íslandi og erlendis á ferlinum og var í mörg ár yfirlæknir Vinnueftirlitsins ásamt því að vera kennari og síðar prófessor við Háskóla Íslands. Hann lét af störfum árið 2015 vegna aldurs.
Vilhjálmur var ritstjóri Læknablaðsins frá 1993 til 2005 og var einnig ritstjóri Nordisk Medicin frá 1989 til 1997.
Hann lætur eftir sig eftirlifandi eiginkonu og fjögur börn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment