1
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

2
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

3
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

4
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

5
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

6
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

7
Heimur

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur

8
Heimur

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi

9
Peningar

Snjallsímum velt úr sessi sem jólagjöf ársins

10
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

Til baka

Stjórnvöld viðurkenni stuðning við blaðamennsku sem þátt í varnarviðbúnaði

„Öflugar varnir krefjast stöndugra fréttamiðla“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands og bendir á að „fagleg blaðamennska og öflugir, frjálsir fréttamiðlar eru einn af lykilþáttum í öryggis- og varnarmálum Íslands“

Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Sigríður Dögg AuðunsdóttirFormaður Blaðamannafélags Íslands
Mynd: Blaðamannafélag Íslands

„Öflugar varnir krefjast stöndugra fréttamiðla“ segir Sigríður og bendir á að „fagleg blaðamennska og öflugir, frjálsir fréttamiðlar eru einn af lykilþáttum í öryggis- og varnarmálum Íslands.“

Sigríður segir að frjálsir og öflugir fréttamiðlar sem leggja áherslu á faglega blaðamennsku í þágu almennings séu mikilvæg vörn gegn ýmsum ógnum eins og til dæmis falsfréttum:

„Aðildarríki NATO samþykktu á leiðtogafundi í Haag á miðvikudag að stórauka útgjöld til varnarmála og að innan tíu ára skyldu þau koma til með að nema 5% af þjóðarframleiðslu hvers ríkis í stað 2% sem miðað er við nú. Af þessum 5% færu 1,5% til „varnartengdra fjárfestinga og framlaga sem styðja við áfallaþol, öryggi og varnir,“ líkt og segir í tilkynningu frá utanríkis- og forsætisráðuneytinu.“

Kristrún Frostadóttir 2

Sigríður bendir á að í áðurnefndri tilkynningu sé haft eftir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra að skilningur ríki á sérstöðu Íslands sem herlausri þjóð og því muni Ísland miða við að á næsta áratug verði framlag Íslands til varnarmála 1,5% af landsframleiðslu og fari í eflingu innviða sem styðja við áfallaþol, öryggi og varnir.

„Í þessu samhengi hefur sérstaklega verið talað um svokallaðar fjölþáttaógnir (e. Hybrid threats) sem taldar eru getað grafið undan alþjóðakerfinu, lýðræði, samfélagslegri samheldni og mannréttindum“ og segir Sigríður að um þetta hafi fjallað formenn ríkisstjórnarflokkanna í sameiginlegri grein sinni sem birtist í vikunni: „Í nútímavæddum heimi er ráðist að frjálslyndum lýðræðissamfélögum með fjölbreyttum aðferðum. Það er ekki aðeins gert með beinum hætti og hefðbundnum hernaði. Nú hafa óbeinar árásir færst í aukana sem er ætlað að grafa undan upplýstri og lýðræðislegri umræðu. Það er meðal annars gert með skipulagðri dreifingu á falsfréttum, netárásum og öðrum fjölþáttaógnum.““

Samfélagsmiðlar

Sigríður færir í tal að NATO hefur skilgreint ógnir gegn upplýsingaöryggi sem vísvitandi misnotkun upplýsingaumhverfis af hálfu erlendra ríkja eða utanaðkomandi afla með ráðum, taktík, tækni og aðgerðum sem ætlað er að hafa skaðleg áhrif á skoðanir eða hegðun fólks, með það að markmiði að veikja ríki og samfélög.

Þá nefnir hún að á tímum eins og þeim sem við lifum í dag, þegar samfélagsmiðlar sýna verulega bjagaða og afar einhliða mynd af heiminum og utanaðkomandi öfl reyna að hafa áhrif á lýðræðislegar kosningar víða um heim og um leið grafa undan stofnunum samfélagsins, þá hafa hefðbundnir fjölmiðlar verið að veikjast.

Kóvid

Hún tekur dæmi um samvinnu í innri strúktúr samfélagsins varðandi neyðarástand og segir að „íslensk stjórnvöld treysta enda á fjölmiðla til að upplýsa almenning þegar neyðarástand skapast, eins og sýndi sig í COVID-faraldrinu. Frjálsir, öflugir fréttamiðlar sem leggja áherslu á „faglega blaðamennsku í þágu almennings eru því mikilvæg vörn gegn þessum ógnum.“

Sigríður segir að til þess að blaðamenn geti ræktað þetta mikilvæga hlutverk þurfi fjölmiðlar traustan fjárhagslegan grundvöll - stuðning almennings sem og stjórnvalda og einnig skilning á mikilvægi þeirra, en „þessi skilyrði eru ekki til staðar í dag,“ segir Sigríður og bætir þessu við:

„Á lausnamóti Blaðamannafélags Íslands sem haldið var í mars síðastliðnum, þar sem á sjöunda tug sérfræðinga komu saman til að ræða viðfangsefni tengd sameiginlegum hagsmunum fjölmiðla, blaðamanna og almennings, kom fram sú tillaga að styrkir og ívilnanir við íslenska fjölmiðla og aðgerðir til eflingar blaðamennsku yrðu skilgreind sem varnarframlag Íslands til NATO.“

Sigríður segir að „slík stefna gæti styrkt stöðu Íslands á alþjóðavettvangi, eflt traust almennings á stofnunum landsins“ og þar með „undirstrikað mikilvægi blaðamennsku í öryggismálum samtímans.“

Að mati Sigríðar er það klárt mál að sterkir fréttamiðlar tryggi aðgengi almennings að traustum og sannreyndum upplýsingum þegar áföll ríða yfir og draga þannig úr óvissu og upplýsingaóreiðu í samfélaginu öllu um leið:

Púsluspil óreiða info

„Vel fjármagnaðir fjölmiðlar geta brugðist fljótt og örugglega við falsfréttum, leiðrétt rangar upplýsingar og komið í veg fyrir að grafið sé undan stöðugleika í samfélaginu. Þá er einnig nauðsynlegt að efla miðlalæsi í landinu og auka getu almennings til að meta og greina áreiðanleika upplýsinga og uppruna þeirra,“ segir Sigríður og bendir á að „markviss stefna og fjárstuðningur stjórnvalda við fréttamiðla sem mikilvæga innviði stuðlar að meiri seiglu og þoli almennings á áfallatímum.“

Stjornarradshus1

Hún færir einnig í tal að „íslensk stjórnvöld ættu að leggja áherslu á og viðurkenna formlega stuðning við blaðamennsku sem þátt í varnarviðbúnaði landsins og nýta tækifærið til þess að efla þann stuðning verulega“ og nefnir einnig að „Blaðamannafélag Íslands hefur fundið fyrir velvilja og áhuga hjá stjórnvöldum á að ráðast í aðgerðir til eflingar blaðamennsku og fundið skilning á mikilvægi hennar í lýðræðissamfélagi.“

Sigríður Dögg segir að lokum að nú sé tækifæri fyrir ríkisstjórnina að láta verkin tala og „tryggja að hér geti starfað stöndugir fréttamiðlar sem ástunda faglega blaðamennsku sem stuðlar að auknu öryggi, samheldni og trausti í samfélaginu hvað sem á dynur.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Tárvotur Kimmel syrgir æskuvin sinn
Myndband
Heimur

Tárvotur Kimmel syrgir æskuvin sinn

„Sú staðreynd að við fengum að vinna saman á hverjum degi var draumur sem hvorugur okkar hefði getað ímyndað sér að myndi rætast.“
Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza
Innlent

Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza

Hanna Katrín skipar nýja stjórn
Pólitík

Hanna Katrín skipar nýja stjórn

Snjallsímum velt úr sessi sem jólagjöf ársins
Peningar

Snjallsímum velt úr sessi sem jólagjöf ársins

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku
Innlent

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku

Þjófur gómaður í miðju innbroti
Innlent

Þjófur gómaður í miðju innbroti

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu
Myndband
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

Tyrknesk herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu
Myndband
Heimur

Tyrknesk herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur
Heimur

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

Innlent

Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza
Innlent

Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza

Norskt friðarverkefni nær til Íslands
Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku
Innlent

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku

Þjófur gómaður í miðju innbroti
Innlent

Þjófur gómaður í miðju innbroti

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu
Myndband
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Loka auglýsingu