
Karen Kjartansdóttir, almannatengill og fyrrum fjölmiðlakona, setur hneykslismál Útlendingastofnunar, sem Gímaldið sagði frá um helgina, í samhengi í nýrri Facebook-færslu.
Í frétt Gímaldsins kemur fram að starfsmaður Útlendingastofnunar hafi í lokuðum Instagram-hópi, deilt nöfnum skjólstæðinga sinna og þannig brotið þagnarskyldu sína alvarlega. Starfsmaðurinn skrifaði meðal annars setningar á borð við „Jólakaka í mallanum & spurningakeppni gillsarans í eyrunum meðan ég skrifa synjun á vernd“ og „3 kínverjar búnir komnir með klára synjun! Not all heroes wear capes.“
Karen setur málið í samhengi með þvi að yfirfæra það yfir á aðrar ríkisstofnanir:
„Til að átta sig á alvarleika fréttar helgarinnar er gagnlegt að yfirfæra það yfir á aðrar stofnanir.
Heilbrigðiskerfið
Hjúkrunarfræðingur birtir verkefnalista með auðkenndi gögnum:
„Klára krabbameinssjúkling X“
„Tveir sendir heim þrátt fyrir verki“
„Synjaði [nafn] um innlögn alveg búinn að fá nóg“
Þetta væri augljóslega siðferðilegt hrun, ekki bara trúnaðarbrot.
Starfsmaður barnaverndayfirvalda deilir:
„Tók þrjú börn af foreldrum í dag – not all heroes wear capes“
Nöfn eða auðkenni barna sjást óbeint.
Hér væri tafarlaust kallað eftir rannsókn á stofnuninni allri, ekki bara starfsmanninum.
Lögreglumaður birtir:
„Kláraði yfirheyrslur yfir [nöfn myndu sjást]
Selfie með textanum „á leið í yfirheyrslu yfir xxx“
Fangavörður birtir:
„Setti tvo í einangrun í dag, afköstin í lagi“
Mynd af lyklakippu og skjölum sem sýna nöfn.
Slíkt yrði túlkað sem valdníðsla og ógn við réttarríkið.
Starfsmaður skattayfirvalda skrifar:
„Þrír gjaldþrota í dag, kaffið bragðast betur“
Starfsmaður í tryggingar- eða velferðarkerfinu segir:
„Synjaði fimm um örorku í dag“ listi af nöfnum sjáanlegur.
„Flaggaði þremur málum sem grunsamlegum“
„Synjaði fjórum um fjárhagsaðstoð í dag, kaffi og jólakaka í mallann þegar listinn klárast“.“

Komment