Landsréttur staðfesti í gær úrskurð um að framlengja gæsluvarðhald yfir konu fram til 11.janúar á næsta ári. Konan, Dagbjört Rúnarsdóttir, hefur verið ákærð fyrir manndráp í Bátavogi fyrr á árinu.
Lögregla var kölluð út í félagsíbúð við Bátavog þann 23.september síðastliðinn en þar fannst 58 ára karlmaður meðvitundarlaus. Lögregluþjónar hófu endurlífgunartilraunir í íbúðinni en maðurinn síðan fluttur á Landspítalann þar sem hann var úrskurðaður látinn. Í kjölfarið var Dagbjört úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna.