Tuttugu og þrír sóttu um embætti forstöðumanns Stafrænnar heilsu- þróunar- og þjónustumiðstöðvar en greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins.
„Stafræn heilsa – þróunar- og þjónustumiðstöð verður sett á fót í byrjun næsta árs. Starfseiningin verður hluti af heilbrigðisráðuneytinu og mun heyra undir yfirstjórn ráðuneytisstjóra. Hlutverk hennar verður að samhæfa öll stafræn verkefni í heilbrigðisþjónustu og tryggja yfirsýn,“ segir í tilkynningunni.
Skipuð hefur verið sérstök þriggja manna hæfnisnefnd til að meta hæfni umsækjendaa.
Formaður hæfnisnefndarinnar er Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir mannauðssérfræðingur hjá Auki. Aðrir nefndarmenn eru Anna María Urbancic, skrifstofustjóri í atvinnuvegaráðuneytinu og Sigrún Helga Lund, prófessor við Háskóla Íslands.
Nöfn umsækjenda og starfsheiti:
Adeline Tracz, teymisstjóri
Anna Sigríður Islind, prófessor
Arnar Freyr Reynisson, framkvæmdastjóri
Árni Þorgrímur Kristjánsson, rannsóknarstofustjóri
Björg Theódórsdóttir, forstöðumaður
Elísabet Halldórsdóttir, viðskiptafræðingur
Emil Harðarson, doktorsnemi
Erla Dögg Ragnarsdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur
Freyr Hólm Ketilsson, stofnandi heilsutækniklasans
Gunnar Guðnason
Gunnar Örn Einarsson, svæðisstjóri
Harpa Hrund Albertsdóttir, sérfræðingur
Heiða Dóra Jónsdóttir, stafrænn vörustjóri
Hrafn Ingvarsson, framkvæmdastjóri
Illugi Torfason Hjaltalín, doktorsnemi
Ingi Steinar Ingason, sviðsstjóri
Jón Haukur Baldvinsson, svæðisstjóri
Katrín Hera Gústafsdóttir, gagnastjóri
Kristján Eldjárn Kristjánsson, ráðgjafi
Ólafur Aðalsteinsson, ráðgjafi
Sherry Ruth Espino Buot, þjónustufulltrúi
Sigurður Þórarinsson, tækni- og nýsköpunarstjóri
Svava María Atladóttir, sérfræðingur


Komment