
Björn Leví Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, furðar sig á orðumn Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, sem hún lét falla í viðtali á Vísi.
Í viðtalinu segist Katrín ekki sjá eftir neinu þegar hún í lítur í baksýnisspegil stjórnmálasögu sinnar og þá helst þá ákvörðun að fara í forsetaframboð.
„Sér ekki eftir neinu?“ spyr Björn Leví í færslu á Facebook og heldur áfram:
„Ætli þetta sé ekki vandamál stjórnmálanna í hnotskurn. Það er svakalega margt sem er hægt að sjá eftir, af skiljanlegum ástæðum. Það er oft erfitt að sjá afleiðingar ákvarðanna fyrr en eftir á, til dæmis. Það er alveg eðlilegt að sjá eftir ákvörðun sem hafði slæmar afleiðingar þó að það hafi ekki verið ætlunin að valda þeim afleiðingum.“
Píratinn fyrrverandi segir það bæði hollt og uppbyggilegt að sjá eftir hlutum og segir Katrínu vera í afneitun.
„Það er samt hollt að takast á við það.
En svo er svo margt annað sem hefði verið hægt að gera en var ekki gert. Það má líka sjá eftir því. Það er líka hollt og uppbyggjandi.
En að segjast ekki sjá eftir neinu ... það er ekki hollt. Það hljómar eins og afneitun.“

Komment