1
Fólk

Pabbi Áslaugar Örnu skiptir um vinnu

2
Fólk

Selja risa einbýli á grínverði

3
Pólitík

Sonur ráðherra býður sig fram

4
Landið

Mikið frost á fróni í kortunum

5
Fólk

Selja lúxusheimili við náttúruperlu

6
Innlent

Foreldrar og sérfræðingar keppast við að leiðrétta Pawel

7
Heimur

Lýtaaðgerð samfélagsmiðlastjörnu lauk með sorg

8
Innlent

Bóndi á Íslandi dæmdur í fangelsi

9
Innlent

Fyrrum þingmaður segir grunnskóla Reykjavíkur þá lélegustu í heiminum

10
Heimur

Drengur sem lögregla taldi látinn reyndist á lífi á sjúkrahúsi

Til baka

Ævar sigrar bókamarkaðinn

Metsöluhöfundur síðustu ára, Arnaldur Indriðason, kemur fast á hæla hans.

Ævar Þór Benediktsson
Arnaldur IndriðasonEr með mest seldu bókina í nóvember.
Mynd: Forlagið

Bók Ævars Þórs Benediktssonar, Skólastjórinn, hefur náð þeim árangri að vera mest selda bók landsins í nóvember, rétt eins og í október. Þetta kemur fram í nýjum bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda.

„Við munum ekki eftir að þessi staða hafi komið upp áður og þetta sýnir allavega gríðarlegar vinsældir Ævars,“ segir Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Forlagsins. „Hann er líka búinn að fara um allt land til að lesa úr bókinni og er um leið ötull talsmaður barnabóka og lesturs.“

Skólastjórinn er myndskreytt af Elínu Elísabet Einarsdóttur. Hún fjallar um 12 ára vandræðagemling sem sækir um stöðu skólastjóra í gríni. Svo fer að hann ræður ríkjum í skólanum með bestu vinkonu sinni.

Arnaldur annar

Á hæla Skólastjóra Ævars fylgir spennusagnahöfundurinn Arnaldur Indriðason, með bókina Tál, sem á því ekki að venjast að vera neins eftirbátur í jólabókaflóðinu.

Arnaldur var með söluhæstu bókina í fyrra eins og mörg önnur ár, Ferðalok. Í nóvember í fyrra tróndi hann sjálfur á toppnum. Það árið skákaði Arnaldur Yrsu Sigurðardóttur með bókina Ég læt sem ég sofi. Í nóvember í ár situr Yrsa hins vegar í 11. sæti sölulistans, nokkuð neðar en Franski spítalinn, eftir Katrínu Jakobsdóttur og Ragnar Jónsson, sem gefinn er út af Veröld.

Arnaldur var einnig með mest seldu bókina árið 2023, Sæluríkið, en árið 2022 vék hann af toppnum fyrir Katrínu Jakobsdóttur og Ragnari Jónassyni, sem gáfu þá út Reykjavík glæpasögu.

arnaldur indriðason
Arnaldur IndriðasonMesti metsöluhöfundur Íslands er í öðru sæti á bóksölulistanum.
Mynd: AFP

Arnaldur er gefinn út af Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins, rétt eins og Skólastjóri Ævars Þórs, en Yrsa af Veröld.

Svo virtist sem Yrsa ætlaði að hafa betur í upphafi jólabókaflóðsins, þar sem hún sat ofar en Arnaldur á bóksölulista Pennans. Arnaldur tróndi hins vegar á toppnum í sölu hjá Bónus í lok mánaðarins.

Sölulisti Fibut nóvember 2025
Sölulisti nóvemberEins og síðustu ár koma barnabækurnar sterkt út og Birgitta Haukdal þar með tvær bækur.
Mynd: Fíbút

Nýr metsöluhöfundur

Ævar Þór Benediktsson, sem er fæddur árið 1984, er útskrifaður leikari frá Listaháskóla Íslands. Hann hefur síðan leikið bæði á sviði og í sjónvarpsþáttum en einnig framleitt sitt eigið efni fyrir útvarp og sjónvarp, meðal annars undir merkjum Ævars vísindamanns. Fyrsta bók Ævars var smásagnasafnið Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki, sem kom út árið 2010. Frá þeim tíma hefur hann einbeitt sér að barna- og unglingabókum og er einn vinsælasti og afkastamesti höfundur landsins á því sviði með á fjórða tug verka.

Ævar sigrar bókamarkaðinn

Útgefin verk Ævars Þórs Benediktssonar nálgast nú fjórða tuginn. Ævar hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir bækur sínar og framlag sitt til barnamenningar. Fyrsta bókin í Þín eigin-bókaflokki hans, Þín eigin þjóðsaga, hlaut Bókaverðlaun barnanna og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana. Vélmennaárásin og Þitt eigið ævintýri voru báðar tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og sú síðarnefnda einnig til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. Risaeðlur í Reykjavík komst á blað bandarísku verðlaunanna DeBary Children’s Science Book Award sem sérhæfa sig í vísindabókum fyrir börn. Fyrir bandarísku útgáfuna af bókinni Strandaglópar! (Næstum því) alveg sönn saga voru Ævari veitt heiðursverðlaun hinna virtu Margaret Wise Brown-barnabókaverðlauna en bókin hefur auk þess hlotið fjölda annarra viðurkenninga þar í landi. Fyrir Skólastjórann hlaut hann Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Fimm ár í röð stóð Ævar fyrir vinsælu lestrarátaki meðal íslenskra barna en fyrir framtakið var hann tilnefndur til alþjóðlegu ALMA-verðlaunanna, minningaverðlauna um Astrid Lindgren. Bækur Ævars hafa komið út í Bandaríkjunum, Danmörku, Svíþjóð, Rússlandi og Eistlandi.

Upplýsingar frá Forlaginu

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Styrkja Mannlíf

Má bjóða þér að styrkja starfsemi Mannlífs með mánaðarlegu framlagi?


Komment

Karl og kona rekin úr landi fyrir þjófnað
Innlent

Karl og kona rekin úr landi fyrir þjófnað

Fólkið hafði dvalið á Íslandi í tvö ár og oft komist í kast við lögin
Fyrrverandi eiginkona Björns Ulvaeus, Lena, er látin
Heimur

Fyrrverandi eiginkona Björns Ulvaeus, Lena, er látin

Cardi B kennir karlmönnum að borða banana
Myndband
Heimur

Cardi B kennir karlmönnum að borða banana

Hljóðbylgjur gætu slökkt skógarelda í framtíðinni
Heimur

Hljóðbylgjur gætu slökkt skógarelda í framtíðinni

Baldur segir Grænlandsmálið komið á „nýtt og enn alvarlegra stig“
Innlent

Baldur segir Grænlandsmálið komið á „nýtt og enn alvarlegra stig“

Linda Ben opnar fyrir leyndarmálin
Fólk

Linda Ben opnar fyrir leyndarmálin

Skyndilegt andlát Doug LaMalfa veikir stöðu Repúblikana á Bandaríkjaþingi
Heimur

Skyndilegt andlát Doug LaMalfa veikir stöðu Repúblikana á Bandaríkjaþingi

„Vecna“ tjáir sig um kenningar um leynilegan lokaþátt Stranger Things
Heimur

„Vecna“ tjáir sig um kenningar um leynilegan lokaþátt Stranger Things

Selja risa einbýli á grínverði
Myndir
Fólk

Selja risa einbýli á grínverði

Dómarinn í spillingarmáli Netanyahu lést í mótorhjólaslysi
Heimur

Dómarinn í spillingarmáli Netanyahu lést í mótorhjólaslysi

Björn fær týnt veski sitt sent heim frá Kaupmannahöfn eftir keðju góðverka
Fólk

Björn fær týnt veski sitt sent heim frá Kaupmannahöfn eftir keðju góðverka

Sonur ráðherra býður sig fram
Pólitík

Sonur ráðherra býður sig fram

Menning

Gunnar Gunnarsson á lista Daily Mail við hlið Agöthu Christie og Charles Dickens
Menning

Gunnar Gunnarsson á lista Daily Mail við hlið Agöthu Christie og Charles Dickens

Aðventa meðal bestu jólabókanna
Emmsjé Gauti svarar dómi Jónasar Sen
Menning

Emmsjé Gauti svarar dómi Jónasar Sen

Atli Þór gefur út aðra plötu í skugga heilaæxlis
Myndir
Menning

Atli Þór gefur út aðra plötu í skugga heilaæxlis

Hvernig fannst þér Áramótaskaupið?
Menning

Hvernig fannst þér Áramótaskaupið?

Girnd á leiðinni undir jólatréð
Viðtal
Menning

Girnd á leiðinni undir jólatréð

Loka auglýsingu