
Félagið spilar í efstu deild karlaMyndin tengist fréttinni ekki beint
Mynd: Afturelding
Knattspyrnudeild Aftureldingar hefur á undanförnum árum boðið upp á ýmsar nýjungar þegar kemur að horfa á knattspyrnuleiki í Mosfellsbæ.
Til dæmis hefur félagið boðið stuðningsmönnum sínum upp á að fara í klippingu og í kvöld, þegar liðið mætir Stjörnunni í Bestu deild karla, verður hægt að fá húðflúr á meðan horft er á leikinn. Aðeins verður þó í boði að fá húðflúr af merki félagsins og Mosfellsbæjar í mismunandi útgáfum og samkvæmt félaginu er það hann Jói tattoo sem mun húðflúra áhorfendur.
Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem boðið er upp á slíka þjónustu en félagið gerði slíkt hið sama árið 2023 við mikla gleði stuðningsmanna.




Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment