1
Innlent

Margrét Löf hlaut 16 ára dóm

2
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

3
Heimur

Sir Cliff Richard opnar sig um blöðruhálskrabbamein

4
Heimur

Nick hnakkreifst við foreldra sína í jólaveislu Conan O´Brien

5
Innlent

Kerti tendruð við Tjörnina til minningar um unga drengi sem kerfið hefur brugðist

6
Heimur

„Trump, þú ert ógeðslegur, viðurstyggilegur, sjálfhverfur lúser, barn“

7
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

8
Innlent

Umferðarslys í Árbænum

9
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

10
Heimur

Tíu ára barn drepið í stunguárás unglings nærri Moskvu

Til baka

Ágúst er sleginn eftir frumsýningu nýjustu myndar Attenborough

„Hvernig væri þá að Íslendingar hættu að fara í vitlausa átt?.“

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur ÁgústssonÞingmaðurinn er sleginn.

Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrum varaformaður Samfylkingarinnar bendir á sérhagsmuni Íslendinga sem skemmt hafa fyrir náttúrunni í heiminum öllum. Þingmaðurinn fyrrverandi fór á forsýningu nýju heimildarmyndar Sir David Attenborough, Ocean.

Segir Ágúst í Facebook-færslu sem birtist í morgun, að myndin sé sláandi en hún fjalli meðal annars um skaðsemi botnvörpuveiða, sem Íslendingar stunda enn þann daginn í dag og bendir á að íslensk yfirvöld hafi fyrir 20 árum átt afar stóran þátt í að tillaga um alþjóðlegt bann við slíkum veiðum í úthöfunum var felld á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

„Í gær var ég viðstaddur forsýningu Ocean sem skartar David Attenborough. Forseti Íslands hélt þar góða ræðu og brýndi almenning til dáða. Myndin er sláandi en fjallar m.a. um skaðsemi botnvörpuveiða sem skrapa botninn og eyðileggja mikið. Botnvörpuveiðar eru ein versta leiðin til að veiða fisk. Botnvörpuveiðar eru einnig taldar losa jafnmikið af koltvísýringi og flugsamgöngur.

Íslendingar stunda ennþá umfangsmklar botnvörpuveiðar. Ég man þegar ég var á Alþingi fyrir næstum 20 árum þegar íslensk stjórnvöld þess tíma áttu mjög stóran þátt í að tillaga um alþjóðlegt bann við botnvörpuveiðum á úthöfunum var felld á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Íslensk stjórnvöld söm við sig með því að fylgja vondum sérhagsmunum, eins og oft áður.“

Að lokum talar Ágúst um stórhvalaveiðar Íslendinga og skilaboð Attenborough um gríðarlegt mikilvægi þess að vernda höfin. Spyr Ágúst hvort ekki sé kominn tími fyrir Íslendinga að hætta að fara „í vitlausa átt“, þegar snýr að dýra- og náttúruvernd.

Myndin fjallar einnig um mikilvægi hvala fyrir jafnvægi í vistkerfinu og jafnvel fyrir loftslagið.

„Íslendingar leyfa einir þjóða stórhvalaveiðar í iðnaðarstíl. Aftur Ísland í sérhagsmununum.

David Attenborough segir að myndin fjalli um mikilvægustu skilaboðin sem hann hefur flutt á sínum 99 árum: Með því að bjarga sjónum, björgum við heiminum.

Hvernig væri þá að Íslendingar hættu að fara í vitlausa átt, rétt eins og þeir gera á svo mörgum sviðum dýra- og náttúruverndar?.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

500 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin
Peningar

500 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin

„Það vonandi léttir aðeins undir og dregur úr álagi sem oft getur fylgt þessum árstíma“
Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Margrét Löf hlaut 16 ára dóm
Innlent

Margrét Löf hlaut 16 ára dóm

Skemmtir börnum á Gaza þrátt fyrir persónulegan harm
Heimur

Skemmtir börnum á Gaza þrátt fyrir persónulegan harm

Tíu ára barn drepið í stunguárás unglings nærri Moskvu
Heimur

Tíu ára barn drepið í stunguárás unglings nærri Moskvu

„Trump, þú ert ógeðslegur, viðurstyggilegur, sjálfhverfur lúser, barn“
Heimur

„Trump, þú ert ógeðslegur, viðurstyggilegur, sjálfhverfur lúser, barn“

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Dóra Björt komin í Samfylkinguna
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

Prís með lægsta verðið á jólakjöti
Peningar

Prís með lægsta verðið á jólakjöti

Rob og Michele rifust við Nick um heilsu hans rétt fyrir morðin
Heimur

Rob og Michele rifust við Nick um heilsu hans rétt fyrir morðin

Fótboltabækur Drápu skora hátt
Kynning

Fótboltabækur Drápu skora hátt

Kerti tendruð við Tjörnina til minningar um unga drengi sem kerfið hefur brugðist
Innlent

Kerti tendruð við Tjörnina til minningar um unga drengi sem kerfið hefur brugðist

Innlent

Margrét Löf hlaut 16 ára dóm
Innlent

Margrét Löf hlaut 16 ára dóm

Dæmd fyrir að bana föður sínum
Innkalla grjónagraut vegna aðskotahlutar
Innlent

Innkalla grjónagraut vegna aðskotahlutar

Kerti tendruð við Tjörnina til minningar um unga drengi sem kerfið hefur brugðist
Innlent

Kerti tendruð við Tjörnina til minningar um unga drengi sem kerfið hefur brugðist

Dómur í morðmáli Margrétar Löf kveðinn upp á morgun
Innlent

Dómur í morðmáli Margrétar Löf kveðinn upp á morgun

Lögreglan eykur eftirlit með skotvopnum
Innlent

Lögreglan eykur eftirlit með skotvopnum

Loka auglýsingu