Alexander Máni Ingason hefur verið dæmdur í 60 daga óskilorðsbundið fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur en dómurinn var birtur á vef dómstólsins fyrir stuttu.
Hann var sakaður um að hafa að hafa staðið að innflutningi á samtals 991,85 grömmum af maríhúana, í sölu- og dreifingarskyni,sem voru falin í hundamatsumbúðum og komu til landsins með póstsendingu frá Tælandi og Tollgæsla fann. Sending þessi barst til landsins árið 2025.
Sendingin var þó ekki skráð á Alexander heldur fékk hann að notast við nafn annars og voru einnig tveir aðrir sem fengu það verkefni að sækja sendinguna á pósthús í Reykjavík.
Alexander játaði brot sitt en samkvæmt dómsgögnum á hann nokkurn sakaferil að baki og var meðal annars dæmdur í óskilorðsbundið sex ára fangelsi árið 2023 en fékk reynslulausn árið 2024.
Hann þarf einnig að greiða laun skipað verjanda síns, 669.600 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.
Komment