1
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

2
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

3
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

4
Innlent

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra

5
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

6
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

7
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

8
Innlent

Tíu ára drengur illa útleikinn: „Dekkið hafði verið losað á hjólinu hans“

9
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

10
Menning

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann

Til baka

Alma afnemur til­vís­ana­kerfi fyr­ir börn vegna heil­brigðisþjón­ustu

Sam­hliða breyt­ing­unni mun verða skipaður starfs­hóp­ur til að móta til­lög­ur um hliðvörslu í heil­brigðis­kerf­inu.

Alma Möller
Alma Möller er heilbrigðisráðherra - var áður landlæknir.Alma Möller.
Mynd: Heimildin/Golli

Heil­brigðisráðherra - Alma Möller - hef­ur tekið þá ákvörðun að af­nema til­vís­ana­kerfi fyr­ir börn vegna heil­brigðisþjón­ustu. Með af­námi til­vís­ana­skyldu mun þjón­usta sér­greina­lækna við börn verða gjald­frjáls og óháð til­vís­un. Mun breyt­ing­ þessi taka gildi 1. júlí næstkomandi.

Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðsins kemur þetta fram - en þar seg­ir einnig að sam­hliða breyt­ing­unni muni verði skipaður starfs­hóp­ur til þess að móta til­lög­ur um hliðvörslu í heil­brigðis­kerf­inu til framtíðar:

„Til­vís­ana­kerfi fyr­ir börn tók gildi árið 2017. Var þá horft til þess hlut­verks heilsu­gæsl­unn­ar að vera fyrsti viðkomu­staður fólks í heil­brigðis­kerf­inu. Með þessu væri stuðlað að því að veita þjón­ustu á réttu þjón­ustu­stigi og jafn­framt að beina er­ind­um í rétt úrræði hjá viðeig­andi sér­fræðing­um ef heilsu­gæsl­an gæti ekki leyst vanda viðkom­andi. Til­vís­ana­kerfið var jafn­framt tengt greiðsluþátt­töku­kerf­inu. Þannig hef­ur gilt að barn sem fer til sér­fræðings með til­vís­un frá heilsu­gæslu greiðir ekk­ert fyr­ir þjón­ust­una, en án til­vís­un­ar er greiðsluþátt­taka áskil­in. Fyr­ir ári var til­vís­ana­kerfi fyr­ir börn breytt í þeim til­gangi að ein­falda það og auka skil­virkni.“

Einnig er greint frá því að „meðal ann­ars var til­vís­ana­skylda felld niður sem skil­yrði fyr­ir greiðsluþátt­töku hjá til­tekn­um sér­fræðigrein­um. Skipt­ar skoðanir hafa verið um ár­ang­ur þeirra breyt­inga.“

Þá er einnig sagt frá því að heil­brigðisráðherra telji ljóst að nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag til­vís­ana barna hafi ekki þjónað þeim til­gangi né skilað þeim ár­angri sem vonast var eftir.

Í dag sé það svo að til­vís­ana­kerfið leiðir til þess að börn efna­lít­illa for­eldra sem þurfa til­vís­un af fjár­hags­leg­um ástæðum bíða í mörg­um til­vik­um mun leng­ur eft­ir þjón­ustu en börn for­eldra sem hafa nægilega góða fjár­hags­lega burði til að fara með börnin sín til sér­fræðinga án til­vís­un­ar, og greiða fyr­ir þjón­ust­una:

„Það þarf að ákveða hvernig megi haga hliðvörslu í heil­brigðis­kerf­inu á skyn­sam­leg­an, fag­leg­an og skil­virk­an hátt. Því hef ég ákveðið að stofna starfs­hóp um það mál­efni, sem mik­il­vægt er að hann vinni hratt og vel og geti skilað til­lög­um fyr­ir lok þessa árs. Ég hef þegar átt viðtöl við for­svars­menn lækna, þar á meðal formann fé­lags heim­il­is­lækna og mun halda sam­tal­inu áfram“ segir heilbrigðisráðherra í áðurnefndri tilkynningu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Alþjóðleg pólitík er barnaleg - Að vera þingmaður 11. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Alþjóðleg pólitík er barnaleg - Að vera þingmaður 11. kafli

Þjóð sem gleymdi sjálfri sér
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Þjóð sem gleymdi sjálfri sér

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg
Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann
Menning

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann

Prís mun ódýrara ári eftir opnun
Peningar

Prís mun ódýrara ári eftir opnun

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

„Þessir flokkar hafa samfleytt ráðið yfir menntamálum síðan 2013, þar til núverandi ríkisstjórn tók við í desember“
Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni
Pólitík

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Loka auglýsingu