
Á mótmælum á vegum Ísland - Þvert á flokka sem haldin voru í sumar sagðist Sigfús Aðalsteinsson, einn af forsvarsmönnum hópsins, hafa kært þrjá einstaklinga fyrir hatursorðræðu.
Það voru að hans sögn þau Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar og Sigrún Þula Jónsdóttir.
Nú þremur mánuðum síðar hefur Ásu Berglindi ekki borist kæra frá Sigfúsi en hún staðfesti það við Mannlíf. „Nei mér hefur ekki borist nein kæra,“ sagði þingkonan í skriflegu svari til Mannlífs.
Ása Berglind skrifaði meðal annars í pistli að fólkið sem kom saman á Austurvelli í byrjun júní til að mótmæla stefnu ríkisstjórnarinnar í hælisleitendamálum væru rasistar og talaði fyrir kynþáttamisrétti en ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða orð fóru fyrir brjóstið á Sigfúsi.

Komment