
Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa, í sameiningu, sunnudaginn 28. mars 2021, í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík, haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 57 kannabisplöntur, 29.150 grömm af kannabisplöntum og 25.420 grömm af maríhúana.
Annar karlmaðurinn er á fertugsaldri en hinn er á fimmtugsaldri. Samkvæmt ákærunni býr annar þeirra í Árbænum en ekki er vitað um búsettu þess yngri.
Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er krafist upptöku á 57 kannabisplöntum, 29.150 grönnum af kannabisplöntum og 25.420 grömmum af maríhúana, Þá er einnig krafist upptöku á 6 viftum, 4 lömpum, 2 kælikössum fyrir loftræstingu, 45 ljósaperum, 48 lömpum, 47 straumbreytum, 3 skiljörum með glerkúpli og snúningsró, 4 led lömpum og 12 loftsíum.
Komment