
Kostnaður vegna framkvæmda við Kársnesskóla frá árinu 2021 nemur nú 7,8 milljörðum króna að núvirði, með hliðsjón af verðbólgu, samkvæmt opnu bókhaldi bæjarins, en Heimildin fjallaði um málið um helgina.
Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður muni hækka enn frekar, þar sem uppgjöri allra verkþátta hefur ekki verið lokið. Samkvæmt upphaflegu útboði var áætlað að kostnaður við uppbyggingu skólans yrði um 3,6 milljarðar króna og að framkvæmdum lyki árið 2023 en rífa þurfti Kársnesskóla árið 2017 vegna myglu og raka.
Í frétt Heimildarinnar segir einnig að Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, hafi ekki treyst sér í viðtal vegna málsins en hún hefur verið bæjarstjóri síðan árið 2022. Þar á undan var hún aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins.
Hún ákvað þess í stað að senda skriflega yfirlýsingu.

Komment