1
Innlent

Maria tekin með tvö kíló af kóki í Leifsstöð

2
Peningar

Ótrúlegur hagnaður hjá Brimi

3
Menning

Endalausar sorgir Hauks

4
Fólk

Selja Kjartanshús á Arnarnesi

5
Heimur

Kennari ársins handtekinn fyrir að berja barn með belti

6
Minning

Daniel Cornic er látinn

7
Pólitík

Miðflokkurinn óskar eftir frambjóðendum

8
Heimur

„Fairytale“ og fjölskylduharmleikurinn

9
Peningar

Rukka tvöfalt fyrir ávexti sem hafa verið skolaðir

10
Heimur

Tveir í lífshættu eftir að bjarndýr réðst á skólahóp

Til baka

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði

„Ég trúði ekki, gat ekki trúað, að þau væru að tala um mig“

Tatiana
Tatiana SchlossbergTatiana ver nú öllum stundum með börnum sínum
Mynd: AMBER DE VOS / GETTY IMAGES VIA AFP

Tatiana Schlossberg, 35 ára dóttir Caroline Kennedy og Edwin Schlossberg, og barnabarn John F. Kennedy, hefur opinberað að hún sé með bráðahvítblæði (acute myeloid leukemia), sjaldgæft og alvarlegt blóðkrabbamein, en læknar töldu hana eiga um ár eftir ólifað við greiningu.

Í grein sem hún skrifaði í The New Yorker í dag lýsir hún því hvernig hún fékk greininguna nokkrum klukkustundum eftir að hún hafði fætt sitt annað barn í maí 2024. Þá kom í ljós að fjöldi hvítra blóðkorna hennar var óeðlilega hár.

„Þetta gæti tengst meðgöngu og fæðingu, sagði læknirinn, eða það gæti verið hvítblæði,“ rifjar hún upp. „‘Þetta er ekki hvítblæði,’ sagði ég við George. ‘Hvað eru þau að tala um?’“

Eftir greininguna var henni tjáð að hún þyrfti mánuði af lyfjameðferð og beinmergsskipti. Hún segir erfitt að skilja hversu skyndilega lífið breyttist.

„Ég trúði ekki, gat ekki trúað, að þau væru að tala um mig,“ segir hún. „Daginn áður hafði ég synt kílómeter í sundlaug, níu mánaða ólétt. Ég var ekki veik. Mér leið ekki eins og ég væri veik. Ég var í raun einheilbrigðasta manneskja sem ég þekkti.“

„Ég átti son sem ég elskaði meira en allt og nýfætt barn sem ég þurfti að hugsa um,“ heldur hún áfram. „Þetta gat ekki verið mitt líf.“

Í janúar hóf hún þátttöku í klínískri rannsókn með CAR-T-cell meðferð, ónæmismeðferð sem beitt er við ákveðnum tegundum blóðkrabbameins. Eftir nokkrar lotur fékk hún þær fréttir frá læknum að hún ætti líklega eitt ár eftir ólifað.

Á meðan á meðferðinni hefur staðið segir hún eiginmann sinn hafa staðið við hlið hennar í einu og öllu, og fjölskyldan einnig, þar á meðal systkini hennar Jack og Rose.

„Foreldrar mínir og bróðir og systir hafa séð um börnin mín og setið inni á spítalastofum með mér næstum á hverjum degi síðasta eina og hálfa árið,“ skrifar hún. „Þau hafa haldið í höndina á mér af óbilandi styrk á meðan ég hef þjáðst, reynt að sýna ekki sína sorg til að hlífa mér við henni. Það hefur verið stór gjöf, þó ég finni sársauka þeirra á hverjum degi.“

Tatiana opnar einnig á eigin tilfinningar gagnvart örlögum sínum.

„Alla mína ævi hef ég reynt að vera góð, góður námsmaður, góð systir og góð dóttir og að vernda mömmu mína, aldrei gera hana sorgmædda eða reiða,“ skrifar hún. „Nú hef ég bætt nýrri sorg við líf hennar og fjölskyldu okkar, og ég get ekkert gert til að stöðva það.“

Í dag einblínir hún á það sem hún getur stjórnað, að verja sem mestum tíma með börnunum sínum.

„Að mestu leyti reyni ég að lifa og vera með þeim núna,“ segir hún. „En að vera í augnablikinu er erfiðara en það hljómar, svo ég leyfi minningunum að koma og fara.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá
Minning

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá

Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring
Myndband
Heimur

Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring

Kynfræðsla lykillinn að því að börn greini ofbeldi og segi frá að mati Uglu
Innlent

Kynfræðsla lykillinn að því að börn greini ofbeldi og segi frá að mati Uglu

Kona á Kanarí handtekin eftir rán með sveðju
Heimur

Kona á Kanarí handtekin eftir rán með sveðju

Dóri DNA skrifar framhald af Svartur á leik
Fólk

Dóri DNA skrifar framhald af Svartur á leik

„Fairytale“ og fjölskylduharmleikurinn
Heimur

„Fairytale“ og fjölskylduharmleikurinn

Fóru inn á lokað svæði verslunarkjarna til að bjarga ketti
Innlent

Fóru inn á lokað svæði verslunarkjarna til að bjarga ketti

Stjórnvöld segja Morgunblaðið stuðla að upplýsingaóreiðu
Innlent

Stjórnvöld segja Morgunblaðið stuðla að upplýsingaóreiðu

Tveir í lífshættu eftir að bjarndýr réðst á skólahóp
Heimur

Tveir í lífshættu eftir að bjarndýr réðst á skólahóp

MAST varar við listeriu í taðreyktum silungi og bleikju
Innlent

MAST varar við listeriu í taðreyktum silungi og bleikju

Vefveiðar netsvikara í nafni Skattsins
Innlent

Vefveiðar netsvikara í nafni Skattsins

Maria tekin með tvö kíló af kóki í Leifsstöð
Innlent

Maria tekin með tvö kíló af kóki í Leifsstöð

Rukka tvöfalt fyrir ávexti sem hafa verið skolaðir
Peningar

Rukka tvöfalt fyrir ávexti sem hafa verið skolaðir

Heimur

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði
Heimur

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði

„Ég trúði ekki, gat ekki trúað, að þau væru að tala um mig“
Kennari ársins handtekinn fyrir að berja barn með belti
Myndband
Heimur

Kennari ársins handtekinn fyrir að berja barn með belti

Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring
Myndband
Heimur

Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring

Kona á Kanarí handtekin eftir rán með sveðju
Heimur

Kona á Kanarí handtekin eftir rán með sveðju

„Fairytale“ og fjölskylduharmleikurinn
Heimur

„Fairytale“ og fjölskylduharmleikurinn

Tveir í lífshættu eftir að bjarndýr réðst á skólahóp
Heimur

Tveir í lífshættu eftir að bjarndýr réðst á skólahóp

Loka auglýsingu