
Gengið var í skrokk á dæmdum barnaníðingi á tjaldsvæðinu í Fellabæ í morgun en urgur hefur verið í íbúum svæðisins vegna mannsins undanfarið.
DV fjallaði í morgun um umræður sem sköpuðust í íbúahópi Fljótsdalshéraði á Facebook, vegna dæmds barnaníðings sem fluttur er í Fellabæ. Hann hefur undanfarið dvalið á tjaldsvæðinu á Skipalæk í Fellabæ en búið er að úthluta honum íbúð skammt frá tjaldsvæðinu. Meðlimir íbúahópsins lýstu áhyggjum sínum vegna málsins og sögðust óttast um börn sín. Maðurinn hlaut að mestu skilorðsbundinn dóm vegna grófs brots á kornungri stjúpdóttur sinni.
Samkvæmt heimildum Mannlífs kom maður inn á tjaldsvæðið á milli átta og níu í morgun á pallbíl, stökk út og gekk í skrokk á manninum. Urðu þó nokkrir vitni að árásinni, þar á meðal börn. Lögreglan var kölluð til sem og sjúkrabíll og var maðurinn fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar, blár og marinn.
Hjalti Bergmar Axelsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, staðfesti við Mannlíf að lögreglan væri að rannsaka mál sem upp kom á tjaldsvæðinu í Fellabæ en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.
Komment