
Mynd: Víkingur
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti karlmanns um fertugt, sem fannst látinn í heimahúsi í Kársnesinu í Kópavogi á sunnudagsmorgun, miðar ágætlega að sögn lögreglunnar.
Í fréttatilkynningu frá lögreglunni liggja dánarorsök mannsins, sem er portúgalskur, ekki fyrir en að vinnu tæknideildar lögreglu sé ekki lokið. Þá er einnig beðið eftir niðurstöðu krufningar. Áfram verður haldið með skýrslatöku en enginn er í haldi vegna málsins.
Lögreglan getur ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment