1
Fólk

Ugla opnar á umræðu um líkamsþrif Íslendinga

2
Minning

Jóhannes Sigurjónsson er látinn

3
Fólk

Glæsilegt einbýlishús á rólegum stað í Grafarvogi á sölulista

4
Minning

Þórður S. Gunnarsson er fallinn frá

5
Fólk

Eitt flottasta hús Kópavogs til sölu

6
Heimur

Maður í lífshættu eftir að lögreglubíl var ekið á hann

7
Innlent

33 ára karlmaður gripinn með byssu

8
Heimur

Ferðamaður lést eftir hjartaáfall á strönd á Tenerife

9
Innlent

Einn fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna

10
Heimur

Bæjarstjóri hefur áhyggjur af öryggi fólks á Tenerife

Til baka

Bergrún Snæbjörnsdóttir gefur út fyrstu breiðskífuna

Fjölmargir alþjóðlegir tónlistarmenn koam fram á Skinsweeper

Bergrún Snæbjörnsdóttir
Bergrún SnæbjörnsdóttirVon er á fyrstu breiðskífu Bergrúnar
Mynd: Camille Blake

Tónskáldið Bergrún Snæbjörnsdóttir gefur út sína fyrstu LP-plötu, Skinweeper, en platan kemur út á vegum Smekkleysu. Útgáfan verður aðgengileg stafrænt frá og með föstudeginum 23. janúar, en vínýlútgáfa er væntanleg á næstu vikum.

Skinweeper er breiðskífa sem sameinar tónsmíðar og leiddan spuna í eina heild og á rætur sínar að rekja til framsækinna strauma í tilraunatónlist. Á plötunni eru þrjú verk sem samin voru yfir sjö ára tímabil og byggja á abstrakt hugleiðingum um umbreytingu orku úr einu formi í annað. Saman mynda verkin heildstæða frásögn þar sem hljóðheimur og form renna saman. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu um útgáfuna.

Flytjendur á plötunni eru alþjóðlega þekktir tónlistarmenn, þar á meðal William Winant, Kevin Corcoran og Matthias Engler á slagverk, Theresa Wong og Marrissa Deitz á selló, Kyle Bruckmann á enskt horn, John McCowen á klarínettur og Gunnhildur Einarsdóttir á hörpu. Samstarfið við flytjendur var náið og markvisst, með það að leiðarljósi að draga fram persónulegt samband hvers þeirra við hljóðfæri sitt inn í tónsmíðarnar.

Tónlist Bergrúnar hefur vakið sívaxandi athygli á undanförnum árum og hafa verk hennar meðal annars verið flutt af Fílharmóníusveitinni í Osló, Ensemble Musikfabrik í Þýskalandi og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands og síðar við Mills College í Kaliforníu, þar sem hún naut leiðsagnar brautryðjenda í framsækinni tilraunatónlist, á borð við Pauline Oliveros, Fred Frith og Zeenu Parkins.

Bergrún starfar á mörkum ólíkra listgreina og er tónlist hennar oft samofin myndlist, innsetningum og heimspekilegum hugmyndum. Í verkum hennar gegnir hinn sjónræni þáttur gjarnan lykilhlutverki og hlutverk flytjenda er opið og spunakennt, meðal annars með notkun óhefðbundinnar nótnaskriftar.

Á meðal nýlegra verka hennar má nefna Agape, sem var frumflutt á myndlistarhátíðinni Sequences árið 2021, Ecognosis, pantað af International Contemporary Ensemble sama ár, og Roföldur með John McCowen, sem var flutt á vegum INA GRM í Radio France árið 2025. Meðal verkefna fram undan eru meðal annars verk í tónleikalengd fyrir Apparat Ensemble á Myrkum músíkdögum, verk fyrir Yarn/Wire og nýtt tónleikalangt verk fyrir viibra flautuseptett í samstarfi við danshöfundinn Margréti Bjarnadóttur fyrir Listahátíð í Reykjavík.

Platan Skinweeper kemur út stafrænt föstudaginn 23. janúar, en nánari upplýsingar um útgáfu vínýls verða kynntar síðar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Steingervingur af dularfullri lífveru sýndur á Þjóðminjasafni Skotlands
Heimur

Steingervingur af dularfullri lífveru sýndur á Þjóðminjasafni Skotlands

Var hvorki planta né sveppur
Einræðisherra skellti sér í heilsulind
Myndband
Heimur

Einræðisherra skellti sér í heilsulind

Fjölskyldan birtir niðurstöður krufningar á Renee Good
Heimur

Fjölskyldan birtir niðurstöður krufningar á Renee Good

Jón Þór dæmdur fyrir barsmíðar eftir bjórhátíð
Innlent

Jón Þór dæmdur fyrir barsmíðar eftir bjórhátíð

Mel Brooks segir létti að Carl Reiner hafi ekki lifað að sjá morðið á syni sínum
Heimur

Mel Brooks segir létti að Carl Reiner hafi ekki lifað að sjá morðið á syni sínum

Rannsaka spilafíkn Íslendinga
Innlent

Rannsaka spilafíkn Íslendinga

Matvælastofnun varar við súkkulaðirúsínum
Innlent

Matvælastofnun varar við súkkulaðirúsínum

Jack White gerir stólpagrín að blaðamannafundi Trumps
Heimur

Jack White gerir stólpagrín að blaðamannafundi Trumps

Enskri knattspyrnugoðsögn haldið í gíslingu í Marokkó
Heimur

Enskri knattspyrnugoðsögn haldið í gíslingu í Marokkó

Bæjarstjóri hefur áhyggjur af öryggi fólks á Tenerife
Heimur

Bæjarstjóri hefur áhyggjur af öryggi fólks á Tenerife

Þrír látnir eftir skotárás í smábæ í Ástralíu
Heimur

Þrír látnir eftir skotárás í smábæ í Ástralíu

Suður-Kórea fyrsta landið þar sem lög um gervigreind taka gildi
Heimur

Suður-Kórea fyrsta landið þar sem lög um gervigreind taka gildi

Össur Skarphéðinsson: Grænland lagði Trump „á ippon“ í Davos
Innlent

Össur Skarphéðinsson: Grænland lagði Trump „á ippon“ í Davos

Menning

Bergrún Snæbjörnsdóttir gefur út fyrstu breiðskífuna
Menning

Bergrún Snæbjörnsdóttir gefur út fyrstu breiðskífuna

Fjölmargir alþjóðlegir tónlistarmenn koam fram á Skinsweeper
Gunnar Gunnarsson á lista Daily Mail við hlið Agöthu Christie og Charles Dickens
Menning

Gunnar Gunnarsson á lista Daily Mail við hlið Agöthu Christie og Charles Dickens

„Skömm sveitarfélaga og stjórnvalda er mikil“
Viðtal
Menning

„Skömm sveitarfélaga og stjórnvalda er mikil“

Eftirtektarvert listaverk ekki á vegum borgarinnar
Menning

Eftirtektarvert listaverk ekki á vegum borgarinnar

Óvíst hvort Gunna Dís muni lýsa Eurovision
Menning

Óvíst hvort Gunna Dís muni lýsa Eurovision

„Söngvar um svífandi fugla“ fluttir í Hörpu
Menning

„Söngvar um svífandi fugla“ fluttir í Hörpu

Loka auglýsingu