
Sverrir er einn besti söngvari í sögu ÍslandsVantar aðstoð almennings.
Bíl Sverris Guðjónssonar hefur verið stolið en leikarinn Ívar Örn Sverrisson, sonur Sverris, greinir frá því á samfélagsmiðlum.
Ívar segir að bílnum hafi verið stolið frá Hávallagötu í Reykjavík, nánar tiltekið á bakvið kaþólsku kirkjuna. Um er að ræða svarta Hondu HR-V með skráningarnúmerinu PZ D77 og hefur bílnum verið ekið um það bil 70.000 km.
Þeir sem sjá bílinn eru hvattir til að hafa samband við lögreglu.

Mynd: Facebook
Sverrir hefur lengi verið talinn einn af bestu söngvurum Íslands en hann gaf út sína fyrstu plötu árið 1962 þegar hann var aðeins 12 ára gamall og hefur sungið út um allt síðan þá og komið fram í leikverkum, sjónvarpsþáttum og fleiri ásamt því að gefa út plötur og koma fram á tónleikum.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment