
Í dagbók lögreglu frá því í nótt og í gærkvöldi er greint frá því að óskað hafi verið eftir aðstoð lögreglu á sundstað vegna einstaklings sem var þar til vandræða. Einstaklingnum var vísað í burtu.
Tilkynnt var um bjölluónæði í fjölbýlishúsi.
Bifreið var stöðvuð en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Tilkynnt var um einstaklinga vera að aka Buggy bifreiðum ógætilega og valda hættu fyrir aðra vegfarendur. Bifreiðarnar fundust ekki.
Tilkynnt var um þjófnað á varnardýnum úr skíðabrekku, en dýnurnar eru notaðar utan um lyftustaurana til að minnka líkur á slæmum meiðslum ef fólk rennur á stauranna.
Bifreið var stöðvuð en hún hafði áður verið tilkynnt stolin. Þrír einstaklingar voru í bifreiðinni og eru þeir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Komment