Silja Pálsdóttir birti heldur betur áhugaverða mynd fyrr í dag í Facebook-hópi sem er ætlaður fyrir íbúa í Grafarvogi.
Silja segir í færslu sinni að hún hafi fundið miða í Borgartúninu sem hafði verið skilinn eftir af „ógæfumanni“ fyrir nokkrum vikum. Sjón er sögu ríkari en samkvæmt miðanum er greinilega mikið skipulag á þeim glæpamanni sem skildi miðann eftir.
„Þetta minnir okkur á hvað er mikilvægt að læsa heimilum okkar og bílum!“ skrifar Silja.
„Skanna allt Folda og Rima og Húsa hverfi vel því það er margt og mikið sem er þarna - tildæmis undir sólpallinum þar var hurð og þar faldi ég nokkrar töskur,“ stendur meðal annars á miðanum. Þar er meðal annars skrifað um hjól, skartgripi, heyrnartól, fartölvur og Gucci töskur og er nokkuð ljóst að um þýfi er að ræða.


Komment