
Björgunarsveitir og hjálparsveitir skáta auglýsa eftir nýliðum. Á næstu vikum verða haldnar fjölda nýliðakynninga á höfuðborgarsvæðinu fyrir fólk með áhuga á björgunarsveitastarfi.
„Ertu með ævintýraþrá, elskar krefjandi útiveru og vilt láta gott af þér leiða? Viltu læra fyrstu hjálp, fá tækifæri til þess að sofa í snjóhúsi, ferðast um landið og vera til taks fyrir aðra?“ stendur á viðburði Hjálparsveitar skáta í Kópavogi.
Þau sem leggja í að slást í hóp björgunarsveitarfólks mega búast við tveggja ára nýliðaþjálfun. Þau sem byrja á þjálfun sinni í haust munu því verða fullgildir björgunarsveitarmeðlimir vorið 2027.
Nýliðunarkynningar á næstunni:
Hjálparsveit skáta í Reykjavík - 25. ágúst
Flugbjörgunarsveitin Reykjavík - 25. og 26. ágúst
Hjálparsveit skáta í Garðabæ - 26. ágúst
Hjálparsveit skáta í Kópavogi - 27. ágúst
Björgunarsveit Hafnafjarðar - 27. ágúst
Björgunarsveitin Ársæll - 28. ágúst
Björgunarsveitin Kyndill Mosfellsbæ - 2. september
Komment