1
Innlent

„Að búa um lítið barn í kistu er eitthvað sem skilur eftir sig spor“

2
Innlent

Ég taldi mig þekkja vandann en er samt í sjokki

3
Innlent

MAST varar við vinsælu víni

4
Heimur

Birtu nýjar upplýsingar vegna hvarfs bresks dreng á Spáni

5
Innlent

Misindismenn handteknir í Hafnarfirði

6
Innlent

Útvarpsstjarna yfirgefur Bylgjuna

7
Innlent

Fundu fíkniefni og fjármuni

8
Fólk

Fjölmiðladrottning orðin framkvæmdastjóri

9
Fólk

Wessman nafnið lifir áfram

10
Fólk

Framkvæmdastjórahús í Garðabæ til sölu

Til baka

Boða mótmæli gegn fangabúðum á Íslandi

„Hvenær er nóg komið? Nóg ofbeldi? Nægur rasismi?“

Fólk stillir sér upp fyrir mynd á Austurvelli
AusturvöllurMótmælin eru fyrirhuguð 9. september
Mynd: Víkingur

Samtökin No Borders Iceland hafa boðað til mótmæla á Austurvelli þriðjudaginn 9. september klukkan 13:30, þegar Alþingi kemur aftur saman eftir sumarfrí. Tilefnið eru áform ríkisstjórnarinnar og dómsmálaráðherra Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur um að koma á fót fangabúðum fyrir fólk á flótta, þar á meðal börn, að sögn samtakanna.

Í yfirlýsingu samtakanna segir að málsmeðferð umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi hafi „um langa tíð einkennst af áralöngum töfum og niðurlægjandi meðferð sem brýtur gegn mannlegri reisn fólks“. Bent er á að einstaklingar sem hafi lifað af stríð, þjóðarmorð eða mansal séu látnir bíða árum saman eftir niðurstöðu, í andstöðu við bæði íslensk og alþjóðleg lög.

Áform dómsmálaráðherra um að koma á fót „fangabúðum“ hafa verið harðlega gagnrýnd af mannréttindasamtökum, þar á meðal UNICEF á Íslandi, Barnaheillum, Þroskahjálp og ÖBÍ. Samtökin vara sérstaklega við því að börn og fatlað fólk verði vistað þar, sem þau telja brjóta í bága við alþjóðlega sáttmála.

„Hvenær er nóg komið? Nóg ofbeldi? Nægur rasismi?“ spyr No Borders Iceland í yfirlýsingu sinni og segir skilaboðin frá stjórnvöldum skýr: „Fólk á flótta er ekki velkomið.“

Mótmælendur setja fram þrjár skýrar kröfur:

  1. Tafarlausa afgreiðslu mála sem hafa tafist lengi.
  2. Efnismeðferð og réttláta málsmeðferð fyrir alla umsækjendur, án mismununar.
  3. Að hvorki börn, fatlað fólk né annað fólk á flótta verði vistað í fangabúðum.

Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:

Komum saman á Austurvelli, þriðjudaginn 9. september kl. 13:30 þegar þingsetning hefst og mótmælum ómannúðlegri stefnu stjórnvalda í málefnum fólks á flótta!

Um langa tíð hefur málsmeðferð umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi einkennst af áralöngum töfum og niðurlægjandi meðferð sem brýtur gegn
mannlegri reisn fólks. Fólk sem hefur lifað af hrylling á borð við þjóðarmorð, pólitískar
ofsóknir, stríð eða mansal ásamt hættulegum flóttaleiðum er látið bíða árum saman eftir niðurstöðu — í andstöðu við bæði íslensk og alþjóðleg lög.

Nú hefur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, kynnt áform sín um að koma á fót fangabúðum ætluðum fullorðnu fólki og börnum á flótta. Áform þessi hafa verið harðlega gagnrýnd af UNICEF á Íslandi, Barnaheillum, Þroskahjálp og ÖBÍ, sem vara við alvarlegri afturför í mannréttindum — einkum þegar börn og fatlað fólk verður vistað þar í andstöðu við alþjóðlega sáttmála.

Hvenær er nóg komið? Nóg ofbeldi? Nægur rasismi? Skilaboðin eru skýr. Fólk á flótta er ekki velkomið og íslensk stjórnvöld halda áfram að sýna
það í verki.

Kröfur mótmælenda:

  1. Tafarlaus afgreiðsla mála sem hafa tafist alltof lengi.
  2. Efnismeðferð og réttlát málsmeðferð fyrir alla — þá sérstaklega í viðtölum og mati á gögnum, án mismununar eða neikvæðra forsendna.
  3. Hvorki börn, fatlað fólk né nokkuð annað fólk á flótta verði vistað í fangabúðum.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Fatima litla skipulagði eigin jarðarför
Myndband
Heimur

Fatima litla skipulagði eigin jarðarför

Game of Thrones-leikarinn Liam Cunningham sagði sögu lítillar stúlku frá Gaza, á blaðamannafundi Sumud-bátaflotann sem brátt siglir til Palestínu
„Hvernig Stjarnan tekur á móti liðunum er til háborinnar skammar“
Sport

„Hvernig Stjarnan tekur á móti liðunum er til háborinnar skammar“

„Maður verður mjög lítið var við löggæslu á vegum“
Fólk

„Maður verður mjög lítið var við löggæslu á vegum“

Grunur um salmonellu í ferskum kjúklingi
Innlent

Grunur um salmonellu í ferskum kjúklingi

MAST varar við vinsælu víni
Innlent

MAST varar við vinsælu víni

„Með því að vefur RÚV er ekki prófarkalesinn eru brotin lög“
Menning

„Með því að vefur RÚV er ekki prófarkalesinn eru brotin lög“

Ísraelar hyggjast beita Gretu Thunberg meiri hörku
Heimur

Ísraelar hyggjast beita Gretu Thunberg meiri hörku

Markmiðið að fá yfirsýn yfir aðstæður barna og þjónustuþörf þeirra
Innlent

Markmiðið að fá yfirsýn yfir aðstæður barna og þjónustuþörf þeirra

Birtu nýjar upplýsingar vegna hvarfs bresks dreng á Spáni
Heimur

Birtu nýjar upplýsingar vegna hvarfs bresks dreng á Spáni

Útvarpsstjarna yfirgefur Bylgjuna
Innlent

Útvarpsstjarna yfirgefur Bylgjuna

Framkvæmdastjórahús í Garðabæ til sölu
Fólk

Framkvæmdastjórahús í Garðabæ til sölu

Rudy Giuliani slasaðist alvarlega í umferðarslysi
Heimur

Rudy Giuliani slasaðist alvarlega í umferðarslysi

Innlent

Grunur um salmonellu í ferskum kjúklingi
Innlent

Grunur um salmonellu í ferskum kjúklingi

Um er að ræða kjúkling frá Matfugli
Misindismenn handteknir í Hafnarfirði
Innlent

Misindismenn handteknir í Hafnarfirði

MAST varar við vinsælu víni
Innlent

MAST varar við vinsælu víni

Boða mótmæli gegn fangabúðum á Íslandi
Innlent

Boða mótmæli gegn fangabúðum á Íslandi

Markmiðið að fá yfirsýn yfir aðstæður barna og þjónustuþörf þeirra
Innlent

Markmiðið að fá yfirsýn yfir aðstæður barna og þjónustuþörf þeirra

Útvarpsstjarna yfirgefur Bylgjuna
Innlent

Útvarpsstjarna yfirgefur Bylgjuna

Loka auglýsingu