Héraðssaksóknari hefur ákært fertugan Breiðhylting fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.
Í ákærunni er hann sagður hafa á fimmtudeginum 20. júní 2024 flutt hingað til lands 2580 stykki af OxyContin 80 mg töflum sem átti að selja hér á landi í ágóðaskyni en fíkniefnin flutti ákærði til Íslands sem farþegi með flugi W61539 frá Varsjá, Póllandi, til Keflavíkurflugvallar, falin í sælgætispokum í farangurstösku.
Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er krafist er upptöku á 2580 stykkjum af OxyContin 80 mg töflum.
Málið verður tekið fyrir af Héraðsdómi Reykjaness.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment