
Dómsmálaráðherra hefur sett Bryndísi Helgadóttur í embætti ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu frá 17. nóvember en greint frá þessu í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Embætti ráðuneytisstjóra verður auglýst á næstunni.
„Bryndís er skrifstofustjóri á skrifstofu réttarfars í ráðuneytinu og staðgengill ráðuneytisstjóra. Bryndís er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún var skipuð í embætti skrifstofustjóra í innanríkisráðuneytinu árið 2011 og hefur verið skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu frá árinu 2017,“ segir í tilkynningunni.
Haukur Guðmundsson, sem gegnt hefur embætti ráðuneytisstjóra frá árinu 2017, flyst til Brussel í starf sérfræðings ráðuneytisins í málefnum áfallaþols á vegum Atlantshafsbandalagsins.
„Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson verður settur skrifstofustjóri á skrifstofu réttarfars á meðan setningu Bryndísar stendur. Þorvaldur er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hefur verið staðgengill skrifstofustjóra frá árinu 2022.“

Komment