Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður og héraðsdómari, hæðist að veikindum Guðmundar Inga Kristinssonar, þingmanni Flokks fólksins og fyrrverandi ráðherra, í nýjum pistli sem þingmaðurinn fyrrverandi birti á samfélagsmiðlum.
„Á nýju ári hefur margt merkilegt og undarlegt gerst tengt stjórnmálum,“ skrifar lögmaðurinn á Facebook. „Fyrrum menntamálaráðherra fór í hjartalokuaðgerð sem varð til þess að hann þurfti ekki að nota hækjur lengur eftir að hafa þurft að skakklappast með þær árum saman. Þetta mun vera mesta kraftaverk sögunnar síðan Jesús reisti Lazarus upp frá dauðum. Ég vildi gjarnan hitta þennan lækni og athuga hvort að hægt væri að fá náttúruna aftur með svona aðgerð,“ og segir Brynjar að kraftaverkin, eins og hann orðaðar það, hafi verið fleiri.
„Formaður Flokks fólksins tók að sér að sinna þremur ráðuneytum á sama tíma þrátt fyrir að hafa verið óvinnufær öryrki árum eða áratugum saman áður en stjórnmálaferillinn hófst. Og krafturinn er slíkur að hún tekur að sér að auki verkefni úr öðrum ráðuneytum ókeypis.“
Rétt er að taka fram að Guðmundur Ingi var öryrki í 24 ár eftir bílslys þar til hann var kjörinn á þing.


Komment