
Bubbi Morthens líkir hraðbankaræningjum við Hróa Hött í nýrri Facebook-færslu.
Bíræfnir þjófar gerðu sér lítið fyrir og rændu hraðbanka Íslandsbanka við bæjarskrifsstofu Mosfellsbæjar í heilu lagi í nótt en þeir notuðust við gröfu við verknaðinn. Lögreglan rannsakar málið.
Tónlistargoðsögnin Bubbi Morthens skrifaði Facebook-færslu nú í morgun þar sem hann líkir hraðbankastuldinum við Hróa Hött. Segist hann ekki mæla því bót en segir verknaðinn „fallegt andsvar “ við hegðun bankanna gagnvart neytendum.
„Það er einhver Hróa hattar bragur á því að ræna banka með gröfu þó ekki mæli ég því bót,en hvernig bankarnir haga sér í skjóli ríkistjórnar Íslands þá er hráleiki brotsins og framkvæmd þess á sinn hátt fallegt andsvar.“
Komment