1
Sport

Mögulegt að KSÍ kæri áhorfanda til lögreglu

2
Fólk

Sigurður ljósmyndari selur risahús í Vogunum

3
Fólk

Anna býr mögulega aðeins 300 metrum frá glæpakvendinu á Tene

4
Landið

Jökull tekinn með ketamín og hlaðna loftskammbyssu á Akranesi

5
Landið

Stúlka dæmd í Borgarnesi fyrir líkamsárásir

6
Pólitík

Söguleg stund á Alþingi í dag

7
Heimur

Kona fannst meðvitundarlaus við stýri með tóma blöðru í munninum

8
Sport

Hugljúf skilaboð ungs stuðningsmanns til Alberts vöktu athygli

9
Landið

Lögreglan lagði hald á tugi kílóa eiturlyfja

10
Heimur

Eiginkona Bruce Willis segir að dætur hans syrgi föður sinn

Til baka

Bubbi um gervigreind í tónlist: „Öll lög eru farin að hljóma eins“

Bubbi Morthens hefur áhyggjur af framtíð tónlistar

Bubbi
Bubbi MorthensBubbi er ekkert sérstaklega ánægður með gervigreindina
Mynd: Instagram-skjáskot

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens birti í dag hugleiðingu á Facebook þar sem hann fjallar um áhrif gervigreindar á tónlist og hvernig tæknin sé að breyta listforminu, bæði til hins betra og verra.

„Á tímum þegar gervigreind er hægt og rólega að breyta tónlistinni til hins verra og betra og Spotify býr til dæmis til plat hljómsveitir sem hirða tekjur frá venjulegu tónlistarfólki,“ skrifar Bubbi og segir Spotify hafa gjörbreytt landslaginu.

Að hans mati hefur stór hluti tónlistar orðið merkingarlaus. „Stór hluti tónlistar hefur ekkert að segja, skiptir öngu máli nema vera suð bakvið daginn. Ef 15 sekúndur duga ekki til að ná hlustun þá ertu á vitlausum stað. Lög sem eru lengri en 3 mínútur eru nánast andvana fædd. Öll tónlist er farin að hljóma eins.“

Hann nefnir þó að tónlistarkonan Laufey hafi tekist að brjóta múrinn „á eigin forsendum sem í raun er ekkert annað en stórbrotið.“

Bubbi gagnrýnir einnig hvernig gervigreind geri fólki sem hvorki syngur né spilar á hljóðfæri kleift að gefa út tónlist. „Það er svipað því og þú létir hana skrifa fyrir þig bók og titlaði þig höfund vegna þess að þú baðst hana að skrifa bók um tiltekið efni.“

Hann segir þó tæknina einnig geta verið gagnlega sem „krydd þegar verið er að vinna lög“ og lýsir nýju efni sem hann vinnur að, þar sem hljóðfæraleikarar taka þátt í sköpunarferlinu.

„Ég uppgötvaði að það að spila svona hrátt rokk vekur ótrúlega góða tilfinningu. Blindsker er þannig lag, það vaknar eitthvað hreint og frumstætt inní manni, þú verður nakinn inní þér og fattar þetta er upphafið. Að spila með öðrum á sviði með hljómsveit er galdur,“ skrifar hann og bætir við: „Kannski er þetta deyjandi form. Hljómsveitir verða sirkusdýr þar sem sessunautur þinn hvíslar að þér: Váá þessi er að spila í alvöru á gítar – eða ekki.“

Þrátt fyrir breytingarnar telur Bubbi að enn sé von: „Vinsælasta rokkhljómsveit heimsins, Oasis, er að gera allt vitlaust... nokkrir gaurar að spila hrátt rokk. Þannig að þetta er ekki búið.“

Hann bendir á að tekjur tónlistarmanna frá Spotify séu nánast engar. „Eina leiðin til að hafa tekjur er að spila á sviði með gervigreind á bakvið þig eða hljómsveit.“

Að lokum leggur hann áherslu á að tónlist eigi að hafa tilgang og segja eitthvað um samtímann. „Einu sinni spegluðu menn samtíma sinn í tónlist, ögruðu valdhöfum, litu á tónlistina sem tæki til að hafa áhrif og breyta heiminum. Þeir sem gera það í dag eru skráðir af leyniþjónustum og kallaðir hryðjuverkamenn og yfirvöld ráðast á þá, þeim er bannað að halda tónleika, meinað að koma inní lönd. Tónlist á að ögra. Tónlist á ekki að þegja, hún á að hafa eitthvað fram að færa, sérstaklega á tímum sem þessum.“

Bubbi endar færsluna á hugleiðingu um framtíðina: „Ennþá er það hið mannlega sem stjórnar en hversu lengi það verður er svo annað mál.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Greta opnar sig loks um pyntingar og niðurlægingu í haldi Ísraela
Heimur

Greta opnar sig loks um pyntingar og niðurlægingu í haldi Ísraela

Kölluðu hana lilla hora, spörkuðu í hana og tóku sjálfur
Einari ekki treyst fyrir Reykjavík
Slúður

Einari ekki treyst fyrir Reykjavík

Söguleg stund á Alþingi í dag
Myndir
Pólitík

Söguleg stund á Alþingi í dag

Óli kinnbeinsbraut mann í Reykjavík
Innlent

Óli kinnbeinsbraut mann í Reykjavík

Hvetur Hamas til að hætta að skjóta óbreytta borgara
Heimur

Hvetur Hamas til að hætta að skjóta óbreytta borgara

Mögulegt að KSÍ kæri áhorfanda til lögreglu
Sport

Mögulegt að KSÍ kæri áhorfanda til lögreglu

Múlaborgarmálið á leið til héraðssaksóknara
Innlent

Múlaborgarmálið á leið til héraðssaksóknara

Heidi Klum opnar sig um brjóstahár
Myndband
Heimur

Heidi Klum opnar sig um brjóstahár

Opinberar leyndarmál Buckingham-hallar: Veislur, óánægja og „Gin Palace“
Heimur

Opinberar leyndarmál Buckingham-hallar: Veislur, óánægja og „Gin Palace“

Sigurður ljósmyndari selur risahús í Vogunum
Myndir
Fólk

Sigurður ljósmyndari selur risahús í Vogunum

Sérkennilegustu og eftirminnilegustu nöfn barna fræga fólksins
Myndir
Heimur

Sérkennilegustu og eftirminnilegustu nöfn barna fræga fólksins

Bjössi í World Class mokgræðir
Peningar

Bjössi í World Class mokgræðir

Jökull tekinn með ketamín og hlaðna loftskammbyssu á Akranesi
Landið

Jökull tekinn með ketamín og hlaðna loftskammbyssu á Akranesi

Fólk

Bubbi um gervigreind í tónlist: „Öll lög eru farin að hljóma eins“
Fólk

Bubbi um gervigreind í tónlist: „Öll lög eru farin að hljóma eins“

Bubbi Morthens hefur áhyggjur af framtíð tónlistar
Aldargamalt einbýli með óvenjulegri víngeymslu til sölu
Myndir
Fólk

Aldargamalt einbýli með óvenjulegri víngeymslu til sölu

Sigurður ljósmyndari selur risahús í Vogunum
Myndir
Fólk

Sigurður ljósmyndari selur risahús í Vogunum

Anna býr mögulega aðeins 300 metrum frá glæpakvendinu á Tene
Fólk

Anna býr mögulega aðeins 300 metrum frá glæpakvendinu á Tene

Elvar og Eyrún selja í Garðabænum
Myndir
Fólk

Elvar og Eyrún selja í Garðabænum

„Mér finnst það skipta miklu máli að vera ekki ferkantaður pappakassi”
Myndband
Fólk

„Mér finnst það skipta miklu máli að vera ekki ferkantaður pappakassi”

Loka auglýsingu