1
Innlent

Dorrit segir Trump hafa rétt fyrir sér

2
Pólitík

Segir Guðlaug Þór vera föðurlandssvikara

3
Innlent

MAST varar hundaeigendur við

4
Fólk

Auðunn varpar ljósi á vafasama hegðun fasteignasala

5
Fólk

Stórfenglegt einbýli með sundlaug til sölu

6
Heimur

Fyrrverandi njósnari telur sig vita hvers vegna Trump vilji Grænland

7
Heimur

Karlmaður látinn eftir hörmulegt slys á Kanarí

8
Heimur

Lík fundið í leit að hinni 18 ára Hönnu

9
Fólk

Miðaldra íslensk hjón villtust inn á „strákahótel“

10
Pólitík

Brynjar Níelsson hæðist að veikindum Guðmundar Inga

Til baka

Bubbi um gervigreind í tónlist: „Öll lög eru farin að hljóma eins“

Bubbi Morthens hefur áhyggjur af framtíð tónlistar

Bubbi
Bubbi MorthensBubbi er ekkert sérstaklega ánægður með gervigreindina
Mynd: Instagram-skjáskot

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens birti í dag hugleiðingu á Facebook þar sem hann fjallar um áhrif gervigreindar á tónlist og hvernig tæknin sé að breyta listforminu, bæði til hins betra og verra.

„Á tímum þegar gervigreind er hægt og rólega að breyta tónlistinni til hins verra og betra og Spotify býr til dæmis til plat hljómsveitir sem hirða tekjur frá venjulegu tónlistarfólki,“ skrifar Bubbi og segir Spotify hafa gjörbreytt landslaginu.

Að hans mati hefur stór hluti tónlistar orðið merkingarlaus. „Stór hluti tónlistar hefur ekkert að segja, skiptir öngu máli nema vera suð bakvið daginn. Ef 15 sekúndur duga ekki til að ná hlustun þá ertu á vitlausum stað. Lög sem eru lengri en 3 mínútur eru nánast andvana fædd. Öll tónlist er farin að hljóma eins.“

Hann nefnir þó að tónlistarkonan Laufey hafi tekist að brjóta múrinn „á eigin forsendum sem í raun er ekkert annað en stórbrotið.“

Bubbi gagnrýnir einnig hvernig gervigreind geri fólki sem hvorki syngur né spilar á hljóðfæri kleift að gefa út tónlist. „Það er svipað því og þú létir hana skrifa fyrir þig bók og titlaði þig höfund vegna þess að þú baðst hana að skrifa bók um tiltekið efni.“

Hann segir þó tæknina einnig geta verið gagnlega sem „krydd þegar verið er að vinna lög“ og lýsir nýju efni sem hann vinnur að, þar sem hljóðfæraleikarar taka þátt í sköpunarferlinu.

„Ég uppgötvaði að það að spila svona hrátt rokk vekur ótrúlega góða tilfinningu. Blindsker er þannig lag, það vaknar eitthvað hreint og frumstætt inní manni, þú verður nakinn inní þér og fattar þetta er upphafið. Að spila með öðrum á sviði með hljómsveit er galdur,“ skrifar hann og bætir við: „Kannski er þetta deyjandi form. Hljómsveitir verða sirkusdýr þar sem sessunautur þinn hvíslar að þér: Váá þessi er að spila í alvöru á gítar – eða ekki.“

Þrátt fyrir breytingarnar telur Bubbi að enn sé von: „Vinsælasta rokkhljómsveit heimsins, Oasis, er að gera allt vitlaust... nokkrir gaurar að spila hrátt rokk. Þannig að þetta er ekki búið.“

Hann bendir á að tekjur tónlistarmanna frá Spotify séu nánast engar. „Eina leiðin til að hafa tekjur er að spila á sviði með gervigreind á bakvið þig eða hljómsveit.“

Að lokum leggur hann áherslu á að tónlist eigi að hafa tilgang og segja eitthvað um samtímann. „Einu sinni spegluðu menn samtíma sinn í tónlist, ögruðu valdhöfum, litu á tónlistina sem tæki til að hafa áhrif og breyta heiminum. Þeir sem gera það í dag eru skráðir af leyniþjónustum og kallaðir hryðjuverkamenn og yfirvöld ráðast á þá, þeim er bannað að halda tónleika, meinað að koma inní lönd. Tónlist á að ögra. Tónlist á ekki að þegja, hún á að hafa eitthvað fram að færa, sérstaklega á tímum sem þessum.“

Bubbi endar færsluna á hugleiðingu um framtíðina: „Ennþá er það hið mannlega sem stjórnar en hversu lengi það verður er svo annað mál.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Kýrin Veróníka notar kúst til að klóra sér
Heimur

Kýrin Veróníka notar kúst til að klóra sér

Fyrsta dæmið um verkfæranotkun nautgripa skráð í Austurríki
Brynjar Níelsson hæðist að veikindum Guðmundar Inga
Pólitík

Brynjar Níelsson hæðist að veikindum Guðmundar Inga

Hernaðarsérfræðingur segir Bandaríkin hegða sér eins og „Rússland á sterum“
Heimur

Hernaðarsérfræðingur segir Bandaríkin hegða sér eins og „Rússland á sterum“

Okkar Borg notast við gervigreindarlag í kosningabaráttunni
Pólitík

Okkar Borg notast við gervigreindarlag í kosningabaráttunni

Nýr minnisvari um vináttu Trumps og Epsteins risinn í Washington
Heimur

Nýr minnisvari um vináttu Trumps og Epsteins risinn í Washington

Borgarstjórn biður Vöggustofubörnin afsökunar
Innlent

Borgarstjórn biður Vöggustofubörnin afsökunar

Guðmundur blæs á sögusagnir um kosningasímtöl frá föngum
Pólitík

Guðmundur blæs á sögusagnir um kosningasímtöl frá föngum

Krefst verulegrar endurskoðunar á frumvarpi um sjókvíaeldi
Innlent

Krefst verulegrar endurskoðunar á frumvarpi um sjókvíaeldi

Ráðherra og þingmenn lýsa yfir stuðningi við Stein
Pólitík

Ráðherra og þingmenn lýsa yfir stuðningi við Stein

„Þessu ofbeldi verður að linna“
Pólitík

„Þessu ofbeldi verður að linna“

Lík fundið í leit að hinni 18 ára Hönnu
Heimur

Lík fundið í leit að hinni 18 ára Hönnu

Lögreglan rannsakar líkfund á ástralskri strönd
Heimur

Lögreglan rannsakar líkfund á ástralskri strönd

Karlmaður látinn eftir hörmulegt slys á Kanarí
Heimur

Karlmaður látinn eftir hörmulegt slys á Kanarí

Fólk

Stefán Pálsson segir „hávísindalega tilraun“ í gangi í Eskihlíðinni
Fólk

Stefán Pálsson segir „hávísindalega tilraun“ í gangi í Eskihlíðinni

„Og núna er ég team-Guðrún og Steinunn er team-Bó.“
Miðaldra íslensk hjón villtust inn á „strákahótel“
Fólk

Miðaldra íslensk hjón villtust inn á „strákahótel“

Auðunn varpar ljósi á vafasama hegðun fasteignasala
Myndir
Fólk

Auðunn varpar ljósi á vafasama hegðun fasteignasala

„Afríka breytti mér sem manneskju“
Myndband
Fólk

„Afríka breytti mér sem manneskju“

Stórfenglegt einbýli með sundlaug til sölu
Myndir
Fólk

Stórfenglegt einbýli með sundlaug til sölu

Greipur segir Trump ruglast á Íslandi og Grænlandi
Fólk

Greipur segir Trump ruglast á Íslandi og Grænlandi

Loka auglýsingu