
Dælubíll Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sendur að Laugardalslaug um sex leytið í gærkvöldi, eftir að brunavarnarkerfi í lauginni fór í gang.
Að sögn sundlaugargests sem Mannlíf ræddi við var talsverður hasar í lauginni þegar brunakerfið fór í gang. „Við vorum bara í sundi og þetta var hasar. Fólk þurfti að fara út á handklæðum.“
Sem betur fer reyndist vandamálið lítilsháttar en Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins staðfesti við Mannlíf að brunakerfið hafi farið í gang og að dælubíll hafi verið sendur á vettvang. Ástæðan fyrir útkallinu var sú að reykur kom út úr einu ljósi í byggingunni en slökkviliðsmenn þurftu ekki að aðhafast vegna þess og keyrðu fljótlega aftur á stöðina.

Komment