Karlmaður var nýverið dæmdur í fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur.
Maðurinn var ákærður fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa, laugardaginn 21. september 2024, í íbúð í Reykjavík, haft í vörslum sínum, í sölu- og dreifingarskyni, 74,95 g af amfetamíni, sem lögreglumenn fundu við leit á ákærða. Þá var hann einnig ákærður fyrir þjófnað, með því að hafa, miðvikudaginn 15. maí 2024, stolið hleðslusnúru að söluverðmæti 4.900 krónur, í verslun í Kringlunni. Þá var lagt hald á Samsung síma hans sem notaður var til að selja eiturlyf
Maðurinn játaði brot sitt en á hann að baki nokkurn sakaferil, vegna umferðar-, fíkniefna- og hegningarlagabrota. Nú síðast var hann dæmdur í fangelsi í 45 daga með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2023 fyrir umferðarlagabrot.
Karlmaðurinn var dæmdur í 60 daga fangelsi og er dómurinn óskilorðsbundinn. Þá þarf hann að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns.

Komment