1
Minning

Jóhannes Sigurjónsson er látinn

2
Fólk

Eitt flottasta hús Kópavogs til sölu

3
Heimur

Bæjarstjóri hefur áhyggjur af öryggi fólks á Tenerife

4
Innlent

Jón Þór dæmdur fyrir barsmíðar eftir bjórhátíð

5
Innlent

Matvælastofnun varar við súkkulaðirúsínum

6
Heimur

Fjölskyldan birtir niðurstöður krufningar á Renee Good

7
Pólitík

Dóru Björt hótað vegna „Græna gímaldsins“

8
Innlent

Lewandowski dæmdur fyrir líkamsárás í Reykjavík

9
Heimur

Enskri knattspyrnugoðsögn haldið í gíslingu í Marokkó

10
Innlent

Bíll algjörlega óökufær eftir umferðarslys

Til baka

Dóru Björt hótað vegna „Græna gímaldsins“

„Samt hef ég í á annað ár þurft að þola stanslaust áreiti“

Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dóra Björg Guðjónsdóttir borgarfulltrúiVill vera borgarfulltrúi á næsta kjörtímabili.
Mynd: Víkingur

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, er allt annað en sátt með fréttaflutning DV og Morgunblaðsins en miðlarnir fjölluðu báðir um færslu sem Þröstur Ingólfur Víðisson, fyrrverandi eftirlitsmaður við vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar, setti fram.

Í henni heldur Þröstur því fram að Reykjavíkurborg hafi valdið fjölda fólks alvarlegu líkams- og heilsutjóni, auk gríðarlegs fjárhagstjóns. Ástæðan er sú að á þriðjudag leituðu tæplega 100 manns á bráðamóttökuna vegna hálkuslysa. Telur Þröstur að þetta sé afleiðing breytinga sem gerðar voru fyrir þremur árum og nefnir í pistlinum sínum að Dóra hafi gortað sig af breytingunum.

Borgarfulltrúinn bendir hins vegar á að hún hafi verið í fæðingarorlofi þegar vinna við breytingarnar fór fram.

„Nýverið hafa verið settar fram ásakanir á hendur mér persónulega, meðal annars í Facebook-pistli sem síðar var endurbirtur af DV (og nú MBL líka) gagnrýnislaust, án þess að nokkur tilraun sé gerð til að sannreyna staðreyndir. Þar eru mér gerðar upp ákvarðanir og vinna við vetrarþjónustuhandbók Reykjavíkur sem ég einfaldlega kom ekki að þar sem ég var í fæðingarorlofi þegar vinnan fór fram. Burtséð frá inntaki gagnrýninnar þá er lágmarkskrafa að farið sé rétt með einfaldar staðreyndir, hvað þá þegar þær draga dilk á eftir sér fyrir fólk,“ skrifar Dóra um málið.

„Ég tel mikilvægt að gagnrýni í opinberri umræðu byggi á réttum forsendum. Ég tek ábyrgð á þeim verkefnum og ákvörðunum sem ég hef sjálf komið að og er tilbúin að ræða þau af hreinskilni. Það sem er hins vegar óásættanlegt er að vera ítrekað gerð ábyrg fyrir ákvörðunum og verkum sem ég kom ekki að og þurfa stöðugt að verja mig gegn rangfærslum og ósönnum ásökunum,“ heldur borgarfulltrúi áfram og upplýsir að henni hafi verið hótað.

Áreiti og hótanir

„Annað dæmi er hið svokallaða „Græna gímald“. Ég sat ekki í skipulagsráði þegar það skipulag var samþykkt, ekki á nokkrum tímapunkti. Hvað þá sem formaður. Samt hef ég í á annað ár þurft að þola stanslaust áreiti – og jafnvel hótanir – vegna máls sem ég bar enga ábyrgð á. Slíkt er ekki aðeins ósanngjarnt heldur alvarlegt mál í lýðræðislegri umræðu,“ og tekur Dóra fram að hún vinni af heilindum, fagmennsku og með einlægan vilja til að gera hlutina vel.

„Ég er alltaf reiðubúin að ræða hvað megi betur fara. En ég er orðin þreytt á því að sitja undir níði og persónulegum árásum sem byggja á fullkomnum rangfærslum. Dæmið mig af verkum mínum. Ekki af einhverju sem ég kom hvergi nærri,“ skrifar hún að lokum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Hjálmtýr gagnrýnir tvískinnung í utanríkisstefnu Íslands
Pólitík

Hjálmtýr gagnrýnir tvískinnung í utanríkisstefnu Íslands

„Börnin á Gaza mega áfram deyja úr hungri og vosbúð“
Lilja María býður upp á huldar slóðir
Menning

Lilja María býður upp á huldar slóðir

DJ Fat Tony segir frá því sem raunverulega gerðist í Beckham-brúðkaupinu
Heimur

DJ Fat Tony segir frá því sem raunverulega gerðist í Beckham-brúðkaupinu

Efling lýsir yfir stuðningi við grænlensk stéttarfélög
Innlent

Efling lýsir yfir stuðningi við grænlensk stéttarfélög

Sölumaður dauðans staðinn að verki við Landakotskirkju
Innlent

Sölumaður dauðans staðinn að verki við Landakotskirkju

Kristinn Svavarsson er fallinn frá
Minning

Kristinn Svavarsson er fallinn frá

„Þetta er ekki pólitísk hugmyndafræði heldur persónuleikaröskun“
Pólitík

„Þetta er ekki pólitísk hugmyndafræði heldur persónuleikaröskun“

Selja einstaklega áhugavert hús í Garðabæ
Myndir
Fólk

Selja einstaklega áhugavert hús í Garðabæ

Stjörnufullur maður valdur að umferðarslysi
Innlent

Stjörnufullur maður valdur að umferðarslysi

Steingervingur af dularfullri lífveru sýndur á Þjóðminjasafni Skotlands
Heimur

Steingervingur af dularfullri lífveru sýndur á Þjóðminjasafni Skotlands

Einræðisherra skellti sér í heilsulind
Myndband
Heimur

Einræðisherra skellti sér í heilsulind

Fjölskyldan birtir niðurstöður krufningar á Renee Good
Heimur

Fjölskyldan birtir niðurstöður krufningar á Renee Good

Pólitík

Hjálmtýr gagnrýnir tvískinnung í utanríkisstefnu Íslands
Pólitík

Hjálmtýr gagnrýnir tvískinnung í utanríkisstefnu Íslands

„Börnin á Gaza mega áfram deyja úr hungri og vosbúð“
Okkar Borg vill bílakjallara með öllum íbúðum
Pólitík

Okkar Borg vill bílakjallara með öllum íbúðum

„Þetta er ekki pólitísk hugmyndafræði heldur persónuleikaröskun“
Pólitík

„Þetta er ekki pólitísk hugmyndafræði heldur persónuleikaröskun“

Dóru Björt hótað vegna „Græna gímaldsins“
Pólitík

Dóru Björt hótað vegna „Græna gímaldsins“

„Núna er hættulegast fyrir okkur að hlýða og þegja“
Pólitík

„Núna er hættulegast fyrir okkur að hlýða og þegja“

Brynjar afsakar grín sitt um heilsu Guðmundar Inga
Pólitík

Brynjar afsakar grín sitt um heilsu Guðmundar Inga

Loka auglýsingu