
Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason viðurkennir að skilja ekki færslu sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, setti inn um morðið á hlaðvarpsþáttastjórnandanum Charlie Krik en sá hefur þótt umdeildur fyrir skoðanir sínar.
„Enn annar svartur dagur fyrir málfrelsi á Vesturlöndum,“ skrifaði þingmaðurinn um málið. „Drottinn varðveiti Charlie Kirk og fjölskyldu hans um ókomna tíð. Gleymum því ekki að þetta ólýsanlega voðaverk felur í sér árás gegn frelsi okkar allra. Nú er að verjast,“ og birti Snorri mynd af Kirk með fjölskyldu sinni.
Færsla Snorra vekur furðu Egils.
„Játa að ég skil ekki þessa færslu hjá íslenskum alþingismanni,“ skrifar Egill á Facebook. „Við búum á Íslandi þar sem stjórnmál eru allt öðruvísi en í Bandaríkjunum. Við leyfum heldur ekki almenningi að ganga um með byssur. MAGA er okkur framandi hugmyndafræði. Hverju eigum við þá að verjast?“

Komment