
Í dagbók lögreglu frá því í nótt og gærkvöldi greinir hún frá því að lögreglan hafi farið í húsleit og voru fjórir aðilar handteknir. Þremur af þeim var sleppt stuttu seinna og einn færður til skýrslutöku og látinn laus að henni lokinni. Lögregla lagði hald á talsvert magn af óþekktu efni. Um er að ræða hús við Gnoðarvog í Laugardalnum
Tilkynnt var þjófnað í verslun og lentu öryggisvörður og meintur þjófur í átökum og var þjófurinn handtekinn og látinn laus eftir skýrslutöku.
Tveir voru handteknir eftir að hafa flúið lögreglu á bifhjólum. Þeir voru vistaðir í fangaklefa.
Einstaklingur var fjarlægður af heimili í Árbænum. Viðkomandi var í annarlegu ástandi og var handtekinn fyrir að fara ekki fyrirmælum. Hann var vistaður í fangaklefa.
Komment