
47 mál voru skráð í kerfi lögregluMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Shutterstock
Í dagbók lögreglu frá því dag er greint frá því að lögreglan hafi fengið tilkynningu um óhapp. Þar hafði gangandi vegfarandi fékk grýlukerti í höfuðið. Hann var með minni háttar áverka á höfði og fékk aðhlynningu hjá sjúkraflutningamönnum.
Tilkynnt var um umferðaróhapp þar sem ökumaður á sumardekkjum ók aftan á aðra bifreið. Málið var afgreitt með því að afhenta ökumönnunum tjónaform.
Tilkynnt var um bifreið á umferðareyju sem skapaði hættu fyrir ökumenn. Haft var samband við eiganda bifreiðarinnar og hann beðinn um að fjarlægja bifreiðina.
Lögreglan fékk tilkynningu um alelda fjórhjól og lögregla fór á vettvang ásamt slökkviliði.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment