
Tveir gistu fangaklefa lögreglu í nótt107 mál voru skráð í kerfi lögreglu.
Mynd: Stundin/Kristinn
Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og nótt er greint frá því að tilkynnt hafi verið um þrjá drengi með byssu. Lögreglan fann drengina og reyndist byssan vera leikfangabyssa.
Nokkuð var um þjófnaði og umferðarlagabrot. Nokkrir ökumenn voru teknir fyrir að aka of hratt, aka gegn rauðu ljósi eða keyra undir áhrifum vímuefna.
Lögreglan fékk tilkynningu um að ekið hafi verið á dreng á hjóli. Hann fór sjálfur á bráðamóttöku með foreldri en var samkvæmt lögreglu með litla áverka.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment