Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú fjársvikamál þar sem íslenskur karlmaður fór á heimili eldri borgara í umdæminu, sagðist vera starfsmaður Microsoft og vera kominn þeim til aðstoðar.
Manninum var hleypt inn og veittur aðgangur að tölvu þar sem hann millifærði umtalsverða fjármuni af bankareikningum heimilisfólksins.
Lögreglan segir þetta vera alvarlega þróun frá hefðbundnum Microsoft símasvindlum þar sem fjársvikararnir eru nú farnir að fá, að því er virðist, innlenda aðila til að fara inn á heimili fólks í stað þess að hringja.
Lögreglan hvetur þá sem hafa orðið fyrir fjársvikum að hafa samband við banka sinn og lögreglu
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment