Elmar Ernir Eiríksson hefur verið dæmdur í fangelsi af Héraðsdómi Reykjaness en dómur þess efnis var birtur fyrir stuttu.
Elmar var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa, föstudaginn 13. september 2024, staðið að innflutningi á samtals 2.217 töflum af oxycontin 80 mg ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni en fíkniefnin flutti ákærði til Íslands sem farþegi með flugi frá Varsjá, Póllandi, til Keflavíkurflugvallar, falin í sælgætispokum í ferðatösku ákærða. Þá var hann einnig ákærður fyrir fjórar MDMA töflur sem lögreglan fann á heimili hans.
Elmar játaði brot sitt en hann hefur áður gerst sekur um refsivert athæfi.
Hann var á endanum dæmdur í þriggja ára fangelsi.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment